Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný í réttarsal í Pretoríu í Suður Afríku. Vísir/Sky Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í máli suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius en verið er að ákveða refsingu yfir honum. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu í Suður Afríku á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Ebba Guðný veitti dómnum innsýn í starf Pistoriusar með börnum. Hún var beðin um þetta í gærkvöldi og var mætt í morgun til að greina frá því.Ebba Guðný veitti dómunum innsýn í starf Pistoriusar með börnum.Vísir/SkyPistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða sem er ellefu ára gamall í dag. Ebba sagði að þau hefðu komist að því þegar hún gekk með Hafliða að sperrileggi vantaði í báða fætur hans og þá hafði hún samband við Pistorius sem sagðist vilja hjálpa þeim á alla vegu.Kom oft til Íslands Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði gervifæturna sem Pistorius hljóp á og kom hann því oft til Íslands vegna þess samstarfs. Þegar Hafliði var sjö mánaða gamall hafði Pistorius samband og sagði vilja fá að hitta þau. Bauð Ebba Guðný honum í mat og áttu þau yndislegt kvöld og úr varð að þau hittust í hvert sinn sem Pistorius kom til Íslands. „ „Vinátta okkar var yndisleg,“ sagði Ebba Guðný við réttarhöldin í dag. Ebba Guðný var spurð hvort Pistorius hefði sérstakan áhuga á syni hennar og svaraði hún því játandi. Hún benti hins vegar á að dóttir hennar sé þremur árum eldri en sonur hennar og að Pistorius hefði ávallt passað upp á að hún yrði ekki skilin eftir út undan. Sagði Ebba Guðný að það geti verið erfitt að vera systkini fatlaðs barns því öll athyglin vill oft lenda á því systkini sem á erfitt uppdráttar. „En Óskar spurði alltaf um hana og talaði við hana og passaði að hún væri aldrei skilin út undan og var alltaf jafn góður við þau bæði,“ sagði Ebba.„Fyrir þig meistari“ Þau fóru þrisvar til Manchester-borgar á Englandi til að sjá Pistorius hlaupa á frjálsíþróttamótum fatlaðra og það hefði reynst syni hennar vel að hafa Pistorius sem fyrirmynd því sonur hennar átti til að byrja með í miklum erfiðleikum með að venjast gervifótunum. Hún lýsti einu atviki þegar Pistorius hafði unnið til gullverðlauna á einu móti og verið var að taka viðtal við hann. Þegar athygli fréttamanna beindist að öðrum hlaupara nýtti Pistorius tækifærið til að taka af sér gullverðalaunin sín og setja utan um háls sonar Ebbu Guðnýjar og segja: „Þetta er fyrir þig meistari.“ Tengdar fréttir Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00 Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í máli suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius en verið er að ákveða refsingu yfir honum. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu í Suður Afríku á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Ebba Guðný veitti dómnum innsýn í starf Pistoriusar með börnum. Hún var beðin um þetta í gærkvöldi og var mætt í morgun til að greina frá því.Ebba Guðný veitti dómunum innsýn í starf Pistoriusar með börnum.Vísir/SkyPistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða sem er ellefu ára gamall í dag. Ebba sagði að þau hefðu komist að því þegar hún gekk með Hafliða að sperrileggi vantaði í báða fætur hans og þá hafði hún samband við Pistorius sem sagðist vilja hjálpa þeim á alla vegu.Kom oft til Íslands Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði gervifæturna sem Pistorius hljóp á og kom hann því oft til Íslands vegna þess samstarfs. Þegar Hafliði var sjö mánaða gamall hafði Pistorius samband og sagði vilja fá að hitta þau. Bauð Ebba Guðný honum í mat og áttu þau yndislegt kvöld og úr varð að þau hittust í hvert sinn sem Pistorius kom til Íslands. „ „Vinátta okkar var yndisleg,“ sagði Ebba Guðný við réttarhöldin í dag. Ebba Guðný var spurð hvort Pistorius hefði sérstakan áhuga á syni hennar og svaraði hún því játandi. Hún benti hins vegar á að dóttir hennar sé þremur árum eldri en sonur hennar og að Pistorius hefði ávallt passað upp á að hún yrði ekki skilin eftir út undan. Sagði Ebba Guðný að það geti verið erfitt að vera systkini fatlaðs barns því öll athyglin vill oft lenda á því systkini sem á erfitt uppdráttar. „En Óskar spurði alltaf um hana og talaði við hana og passaði að hún væri aldrei skilin út undan og var alltaf jafn góður við þau bæði,“ sagði Ebba.„Fyrir þig meistari“ Þau fóru þrisvar til Manchester-borgar á Englandi til að sjá Pistorius hlaupa á frjálsíþróttamótum fatlaðra og það hefði reynst syni hennar vel að hafa Pistorius sem fyrirmynd því sonur hennar átti til að byrja með í miklum erfiðleikum með að venjast gervifótunum. Hún lýsti einu atviki þegar Pistorius hafði unnið til gullverðlauna á einu móti og verið var að taka viðtal við hann. Þegar athygli fréttamanna beindist að öðrum hlaupara nýtti Pistorius tækifærið til að taka af sér gullverðalaunin sín og setja utan um háls sonar Ebbu Guðnýjar og segja: „Þetta er fyrir þig meistari.“
Tengdar fréttir Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00 Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58
Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33
Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00
Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00
Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00