Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný í réttarsal í Pretoríu í Suður Afríku. Vísir/Sky Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í máli suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius en verið er að ákveða refsingu yfir honum. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu í Suður Afríku á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Ebba Guðný veitti dómnum innsýn í starf Pistoriusar með börnum. Hún var beðin um þetta í gærkvöldi og var mætt í morgun til að greina frá því.Ebba Guðný veitti dómunum innsýn í starf Pistoriusar með börnum.Vísir/SkyPistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða sem er ellefu ára gamall í dag. Ebba sagði að þau hefðu komist að því þegar hún gekk með Hafliða að sperrileggi vantaði í báða fætur hans og þá hafði hún samband við Pistorius sem sagðist vilja hjálpa þeim á alla vegu.Kom oft til Íslands Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði gervifæturna sem Pistorius hljóp á og kom hann því oft til Íslands vegna þess samstarfs. Þegar Hafliði var sjö mánaða gamall hafði Pistorius samband og sagði vilja fá að hitta þau. Bauð Ebba Guðný honum í mat og áttu þau yndislegt kvöld og úr varð að þau hittust í hvert sinn sem Pistorius kom til Íslands. „ „Vinátta okkar var yndisleg,“ sagði Ebba Guðný við réttarhöldin í dag. Ebba Guðný var spurð hvort Pistorius hefði sérstakan áhuga á syni hennar og svaraði hún því játandi. Hún benti hins vegar á að dóttir hennar sé þremur árum eldri en sonur hennar og að Pistorius hefði ávallt passað upp á að hún yrði ekki skilin eftir út undan. Sagði Ebba Guðný að það geti verið erfitt að vera systkini fatlaðs barns því öll athyglin vill oft lenda á því systkini sem á erfitt uppdráttar. „En Óskar spurði alltaf um hana og talaði við hana og passaði að hún væri aldrei skilin út undan og var alltaf jafn góður við þau bæði,“ sagði Ebba.„Fyrir þig meistari“ Þau fóru þrisvar til Manchester-borgar á Englandi til að sjá Pistorius hlaupa á frjálsíþróttamótum fatlaðra og það hefði reynst syni hennar vel að hafa Pistorius sem fyrirmynd því sonur hennar átti til að byrja með í miklum erfiðleikum með að venjast gervifótunum. Hún lýsti einu atviki þegar Pistorius hafði unnið til gullverðlauna á einu móti og verið var að taka viðtal við hann. Þegar athygli fréttamanna beindist að öðrum hlaupara nýtti Pistorius tækifærið til að taka af sér gullverðalaunin sín og setja utan um háls sonar Ebbu Guðnýjar og segja: „Þetta er fyrir þig meistari.“ Tengdar fréttir Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00 Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í máli suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius en verið er að ákveða refsingu yfir honum. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu í Suður Afríku á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Ebba Guðný veitti dómnum innsýn í starf Pistoriusar með börnum. Hún var beðin um þetta í gærkvöldi og var mætt í morgun til að greina frá því.Ebba Guðný veitti dómunum innsýn í starf Pistoriusar með börnum.Vísir/SkyPistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða sem er ellefu ára gamall í dag. Ebba sagði að þau hefðu komist að því þegar hún gekk með Hafliða að sperrileggi vantaði í báða fætur hans og þá hafði hún samband við Pistorius sem sagðist vilja hjálpa þeim á alla vegu.Kom oft til Íslands Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði gervifæturna sem Pistorius hljóp á og kom hann því oft til Íslands vegna þess samstarfs. Þegar Hafliði var sjö mánaða gamall hafði Pistorius samband og sagði vilja fá að hitta þau. Bauð Ebba Guðný honum í mat og áttu þau yndislegt kvöld og úr varð að þau hittust í hvert sinn sem Pistorius kom til Íslands. „ „Vinátta okkar var yndisleg,“ sagði Ebba Guðný við réttarhöldin í dag. Ebba Guðný var spurð hvort Pistorius hefði sérstakan áhuga á syni hennar og svaraði hún því játandi. Hún benti hins vegar á að dóttir hennar sé þremur árum eldri en sonur hennar og að Pistorius hefði ávallt passað upp á að hún yrði ekki skilin eftir út undan. Sagði Ebba Guðný að það geti verið erfitt að vera systkini fatlaðs barns því öll athyglin vill oft lenda á því systkini sem á erfitt uppdráttar. „En Óskar spurði alltaf um hana og talaði við hana og passaði að hún væri aldrei skilin út undan og var alltaf jafn góður við þau bæði,“ sagði Ebba.„Fyrir þig meistari“ Þau fóru þrisvar til Manchester-borgar á Englandi til að sjá Pistorius hlaupa á frjálsíþróttamótum fatlaðra og það hefði reynst syni hennar vel að hafa Pistorius sem fyrirmynd því sonur hennar átti til að byrja með í miklum erfiðleikum með að venjast gervifótunum. Hún lýsti einu atviki þegar Pistorius hafði unnið til gullverðlauna á einu móti og verið var að taka viðtal við hann. Þegar athygli fréttamanna beindist að öðrum hlaupara nýtti Pistorius tækifærið til að taka af sér gullverðalaunin sín og setja utan um háls sonar Ebbu Guðnýjar og segja: „Þetta er fyrir þig meistari.“
Tengdar fréttir Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00 Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58
Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33
Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00
Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00
Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00