Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný í réttarsal í Pretoríu í Suður Afríku. Vísir/Sky Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í máli suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius en verið er að ákveða refsingu yfir honum. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu í Suður Afríku á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Ebba Guðný veitti dómnum innsýn í starf Pistoriusar með börnum. Hún var beðin um þetta í gærkvöldi og var mætt í morgun til að greina frá því.Ebba Guðný veitti dómunum innsýn í starf Pistoriusar með börnum.Vísir/SkyPistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða sem er ellefu ára gamall í dag. Ebba sagði að þau hefðu komist að því þegar hún gekk með Hafliða að sperrileggi vantaði í báða fætur hans og þá hafði hún samband við Pistorius sem sagðist vilja hjálpa þeim á alla vegu.Kom oft til Íslands Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði gervifæturna sem Pistorius hljóp á og kom hann því oft til Íslands vegna þess samstarfs. Þegar Hafliði var sjö mánaða gamall hafði Pistorius samband og sagði vilja fá að hitta þau. Bauð Ebba Guðný honum í mat og áttu þau yndislegt kvöld og úr varð að þau hittust í hvert sinn sem Pistorius kom til Íslands. „ „Vinátta okkar var yndisleg,“ sagði Ebba Guðný við réttarhöldin í dag. Ebba Guðný var spurð hvort Pistorius hefði sérstakan áhuga á syni hennar og svaraði hún því játandi. Hún benti hins vegar á að dóttir hennar sé þremur árum eldri en sonur hennar og að Pistorius hefði ávallt passað upp á að hún yrði ekki skilin eftir út undan. Sagði Ebba Guðný að það geti verið erfitt að vera systkini fatlaðs barns því öll athyglin vill oft lenda á því systkini sem á erfitt uppdráttar. „En Óskar spurði alltaf um hana og talaði við hana og passaði að hún væri aldrei skilin út undan og var alltaf jafn góður við þau bæði,“ sagði Ebba.„Fyrir þig meistari“ Þau fóru þrisvar til Manchester-borgar á Englandi til að sjá Pistorius hlaupa á frjálsíþróttamótum fatlaðra og það hefði reynst syni hennar vel að hafa Pistorius sem fyrirmynd því sonur hennar átti til að byrja með í miklum erfiðleikum með að venjast gervifótunum. Hún lýsti einu atviki þegar Pistorius hafði unnið til gullverðlauna á einu móti og verið var að taka viðtal við hann. Þegar athygli fréttamanna beindist að öðrum hlaupara nýtti Pistorius tækifærið til að taka af sér gullverðalaunin sín og setja utan um háls sonar Ebbu Guðnýjar og segja: „Þetta er fyrir þig meistari.“ Tengdar fréttir Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00 Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Ebba Guðný Guðmundsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í máli suðurafríska spretthlauparans Oscar Pistorius en verið er að ákveða refsingu yfir honum. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu í Suður Afríku á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Ebba Guðný veitti dómnum innsýn í starf Pistoriusar með börnum. Hún var beðin um þetta í gærkvöldi og var mætt í morgun til að greina frá því.Ebba Guðný veitti dómunum innsýn í starf Pistoriusar með börnum.Vísir/SkyPistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskylda Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða sem er ellefu ára gamall í dag. Ebba sagði að þau hefðu komist að því þegar hún gekk með Hafliða að sperrileggi vantaði í báða fætur hans og þá hafði hún samband við Pistorius sem sagðist vilja hjálpa þeim á alla vegu.Kom oft til Íslands Íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur gerði gervifæturna sem Pistorius hljóp á og kom hann því oft til Íslands vegna þess samstarfs. Þegar Hafliði var sjö mánaða gamall hafði Pistorius samband og sagði vilja fá að hitta þau. Bauð Ebba Guðný honum í mat og áttu þau yndislegt kvöld og úr varð að þau hittust í hvert sinn sem Pistorius kom til Íslands. „ „Vinátta okkar var yndisleg,“ sagði Ebba Guðný við réttarhöldin í dag. Ebba Guðný var spurð hvort Pistorius hefði sérstakan áhuga á syni hennar og svaraði hún því játandi. Hún benti hins vegar á að dóttir hennar sé þremur árum eldri en sonur hennar og að Pistorius hefði ávallt passað upp á að hún yrði ekki skilin eftir út undan. Sagði Ebba Guðný að það geti verið erfitt að vera systkini fatlaðs barns því öll athyglin vill oft lenda á því systkini sem á erfitt uppdráttar. „En Óskar spurði alltaf um hana og talaði við hana og passaði að hún væri aldrei skilin út undan og var alltaf jafn góður við þau bæði,“ sagði Ebba.„Fyrir þig meistari“ Þau fóru þrisvar til Manchester-borgar á Englandi til að sjá Pistorius hlaupa á frjálsíþróttamótum fatlaðra og það hefði reynst syni hennar vel að hafa Pistorius sem fyrirmynd því sonur hennar átti til að byrja með í miklum erfiðleikum með að venjast gervifótunum. Hún lýsti einu atviki þegar Pistorius hafði unnið til gullverðlauna á einu móti og verið var að taka viðtal við hann. Þegar athygli fréttamanna beindist að öðrum hlaupara nýtti Pistorius tækifærið til að taka af sér gullverðalaunin sín og setja utan um háls sonar Ebbu Guðnýjar og segja: „Þetta er fyrir þig meistari.“
Tengdar fréttir Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00 Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Ebba Guðný viðstödd réttarhöld Oscars Pistorius Ebba fór út ásamt móður sinni síðastliðinn föstudag og stendur dvöl hennar í Suður-Afríku yfir í tvær vikur. 6. mars 2014 15:58
Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33
Ebba Guðný um Pistorius: „Hann er fullkominn og ég vil ættleiða hann“ Suðurafríski fréttavefurinn iol-News birtir í dag viðtal við Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er viðstödd réttarhöldin yfir spretthlauparanum Oscari Pistorius. 11. mars 2014 13:00
Hafliði fæddist án fóta en er orðinn að fótboltastrák "Ekki ákveða hvað börnin okkar geta og geta ekki,“ skrifar Ebba Guðný Guðmundsdóttir. 18. janúar 2015 12:00
Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00