Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:07 Oscar Pistorius í réttarsal í dag. Vísir/EPA Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“Það var verjandi Pistoriusar, Barry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans. „Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi. Tengdar fréttir Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“Það var verjandi Pistoriusar, Barry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans. „Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi.
Tengdar fréttir Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15
Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00
Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15