Erlent

FBI leiðréttir Donald Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Trump hélt því fram á dögunum að auka ætti eftirlit með múslimum í Bandaríkjunum og banna ætti fleiri múslimum að koma til Bandaríkjanna.
Trump hélt því fram á dögunum að auka ætti eftirlit með múslimum í Bandaríkjunum og banna ætti fleiri múslimum að koma til Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Múslimar í Bandaríkjuum benda yfirvöldum ítrekað á aðra múslima sem þeir óttast að séu að snúast til öfga. James Comey, æðsti yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna eða FBI, sagði þetta eftir að forsetaframbjóðandinn Donald Trump hélt því fram í fjölmiðlum í vikunni að bandarískir múslimar tilkynntu ekki slík mál.

Þá sagði Trump að auka ætti eftirlit með bænarstöðum múslima í Bandaríkjunum.

„Þau vilja ekki að fólk fremji ofbelisglæpi. Hvorki innan þeirra samfélags né í nafni trúar þeirra,“ sagði Comey á blaðamannafundi vegna Pulse skotárásarinnar í Orlando. Þar myrti bandarískur múslimi sem lýsti yfir stuðningi sínum við Íslamska ríkið 49 manns um helgina.

Comey sagði góð samskipti FBI við bandaríska múslima vera lykilatriði varðandi skilvirkni FBI. Fleiri aðilar sem Reuters ræddi við segja samfélag múslima í Bandaríkjunum vera í góðu sambandi við yfirvöld.

Eitt atvik sem fréttaveitan varpar ljósi á er að kona benti yfirvöldum á að 17 ára sonur sinn væri að snúast til öfga. Hann var svo dæmdur í ellefu ára fangelsi í fyrra fyrir að ætla að styðja Íslamska ríkið. Hann hjálpaði vini sínum að ferðast til Sýrlands og ganga til liðs við ISIS.


Tengdar fréttir

Mögulega réttað yfir eiginkonu Mateens

Saksóknarar í Flórída hafa nú hafið rannsókn á hendur Noor Salman, eiginkonu Omars Mateen, fyrir þátt hennar í árás Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í Orlando.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×