Hársbreidd munaði að umdeildur þjóðernissinni yrði forseti Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. maí 2016 07:00 Sigurvegarinn Alexander van der Bellen eftir að úrslit lágu fyrir síðdegis í gær. Vísir/EPA Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18
Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54
Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00
Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00
Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30