Hársbreidd munaði að umdeildur þjóðernissinni yrði forseti Austurríkis Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. maí 2016 07:00 Sigurvegarinn Alexander van der Bellen eftir að úrslit lágu fyrir síðdegis í gær. Vísir/EPA Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Alexander Van der Bellen vann í gær nauman sigur í seinni umferð forsetakosninga í Austurríki á hinum umdeilda þjóðernissinna Norbert Hofer, frambjóðanda Frelsisflokksins. Van der Bellen er 72 ára gamall hagfræðiprófessor og fyrrverandi leiðtogi austurríska Græningjaflokksins. Hofer viðurkenndi ósigur sinn í gær, en leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache, sakar fjölmiðla um að hafa birt villandi upplýsingar um talningu atkvæða. Talningin reyndist æsispennandi. Á sunnudagskvöld, þegar búið var að telja allt nema utankjörstaðaratkvæði, hafði Hofer vinninginn með 51,9 prósent á móti 48,1 prósenti til Van der Bellens. Þetta snerist svo við á mánudeginum.Lokatölur urðu þær að Van der Bellen hlaut 50,3 prósent atkvæða en Hofer 49,7 prósent. Á milli þeirra skildu aðeins 31.026 atkvæði. Hofer hlaut engu að síður atkvæði frá nærri helmingi allra kjósenda, meira en 2,2 milljónir atkvæða samtals. Það er nærri fjórðungur þjóðarinnar og meira en þriðjungur atkvæðisbærra manna. Hofer er frambjóðandi Frelsisflokksins, sem er yst á hægri væng stjórnmálanna í Austurríki. Flokkurinn á rætur að rekja til nasista og hefur áratugum saman barist gegn því að útlendingar komi í stórum stíl til Austurríkis, af ótta við að það muni ríða austurrískri menningu og mannlífi að fullu. Sjálfur hefur Hofer þó forðast að taka sterkt til orða gegn flóttafólki og innflytjendum. Á síðasta ári komu 90 þúsund flóttamenn til Austurríkis. Íbúar landsins hafa margir hverjir fyllst ótta og reiði í garð flóttafólks og fylgi Frelsisflokksins hefur í kjölfarið aukist verulega samkvæmt skoðanakönnunum. Hann mælist nú með um þriðjungs fylgi. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða í Evrópu, þar sem þjóðernisflokkar yst á hægri vængnum hafa sópað að sér fylgi í hverju landinu á fætur öðru. Sigur Hofers í forsetakosningunum um helgina hefði vafalaust orðið skoðanasystkinum hans í öðrum Evrópulöndum hvatning til frekari dáða. Sigurvegarinn, Van der Bellen, sagðist í ræðu sinni í gær, stuttu eftir að úrslitin lágu fyrir, ætla að hlusta vel á þá sem fyllst hafa reiði og ótta vegna flóttafólksins. Hann ætlist síðan einnig til þess á móti að hinir reiðu og hræddu hlusti á sig: „Það mætti segja: Þú ert jafn mikilvægur og ég, og ég er jafn mikilvægur og þú.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18 Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54 Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00 Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00 Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Frambjóðandi Græningja hafði nauman sigur í austurrísku forsetakosningunum Hafði betur gegn frambjóðanda hins öfga-þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 14:18
Hnífjafnt í Austurríki Útgönguspár úr forsetakosningunum sýna þjóðernissinnann Norbert Hofer með mjög naumt forskot. 22. maí 2016 15:54
Jafntefli í austurrísku kosningunum Of mjótt er á mununum milli frambjóðendanna í austurrísku forsetakosningunum til að úrskurða sigurvegara. Utankjörfundaratkvæði munu ráða úrslitum. Óttast er að frambjóðandi Frelsisflokksins muni leysa upp þingið verði hann kjörin. 23. maí 2016 07:00
Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir. 21. maí 2016 07:00
Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja í austurrísku forsetakosningum, hafði nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks. 23. maí 2016 19:30