Erlent

Utankjörfundaratkvæði réðu úrslitum

Birta Björnsdóttir skrifar
Alexander Van der Bellen, nýr forseti Austurríkis, og Norbert Hofer.
Alexander Van der Bellen, nýr forseti Austurríkis, og Norbert Hofer.
Úrslitin lágu fyrir nú seinnipartinn en 700 þúsund utankjörfundaratkvæði voru talin í dag.

Þegar önnur atkvæði höfðu verið talin í gær var Norbert Hofer með forystu, eða 51,1 prósent atkvæða en Alexander Van der Bellen 48,1 prósent. Svo mjótt var á mununum að ekki var hægt að slá því föstu í gærkvöldi hvor frambjóðandinn hefði unnið.

Hagfræðiprófessorinn Van der Bellen fékk aðeins rúmlega 21% atkvæða í fyrstu umferð kosninganna en margir andstæðingar Hofers og Frelsisflokksins sameinuðust eftir að ljóst var að valið stæði á milli þeirra tveggja.

Frelsisflokkur Hofers er yst á hægri væng austurrískra stjórnmála og nýtur aðallega stuðnings þeirra sem eru andstæðir ESB og innflytjendum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×