Erlent

Hnífjafnt í Austurríki

Bjarki Ármannsson skrifar
Græninginn Alexander Van der Bellen og þjóðernissinninn Norbert Hofer að loknu sjónvarpseinvígi um síðustu helgi, þar sem hvorugur þeirra þótti standa sig sérlega vel.
Græninginn Alexander Van der Bellen og þjóðernissinninn Norbert Hofer að loknu sjónvarpseinvígi um síðustu helgi, þar sem hvorugur þeirra þótti standa sig sérlega vel. Vísir/EPA
Útgönguspár úr forsetakosningunum í Austurríki sýna Norbert Hofer, fulltrúa hins umdeilda Frelsisflokks, með mjög naumt forskot á keppinaut sinn, hinn óháða Alexander Van der Bellen.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá, leiðir Hofer í tveimur ólíkum útgönguspám en forskot hans er þó í báðum tilfellum innan skekkjumarka.

Kosningarnar eru um margt áhugaverðar en þeir Hofer og Van der Bellen eru báðir fulltrúar jaðarflokka en ekki valdaflokkanna tveggja sem ráðið hafa ríkjum í Austurríki allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Sjá einnig: Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin

Van der Bellen býður sig fram sem óháður frambjóðandi en hann er fyrrverandi leiðtogi Græningaflokksins og nýtur stuðnings flokksfélaga sinna.

Sigur Hofers yrði til marks um ört vaxandi andstöðu við flóttafólk og aðra innflytjendur í Evrópu en Frelsisflokkurinn er flokkur hægri þjóðernissinna og er iðulega sagður verða öfgakenndur lýðskrumsflokkur.


Tengdar fréttir

Fulltrúar frá jaðarflokkum eru komnir í aðalhlutverkin

Frambjóðandi Frelsisflokksins umdeilda á góða möguleika á að verða forseti Austurríkis eftir seinni umferð forsetakosninganna á morgun. Keppinauturinn er fyrrverandi leiðtogi Græningjaflokksins. Gömlu valdaflokkarnir standa ráðalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×