Enski boltinn

Ranieri undirbýr tilboð í Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, er sagður á óskalista Englandsmeistarana í Leicester.

Gylfi hefur farið á kostum á tímabilinu, sérstaklega á síðari hluta leiktíðarinnar, en hann hefur skorað níu mörk eftir ármaót og spilaði stóran þátt í að Swansea hélt sér í deildinni.

Claudio Ranieri, stjóri Leicster, er sagður undirbúa 15 milljón punda tilboð í íslenska miðjumanninn, en Leicester vill fá Gylfa í sínar raðir og berjast þannig um að verja titilinn.

Miðjumaðurinn á tvö ár eftir af samningi sínum við Swansea, en Francesco Guidolin, stjóri Swansea, sagði í vikunni að fleiri lið hefðu sýnt Gylfa áhuga.

Lokaumferðir í Englandi fer fram í dag, en Gylfi er farinn í frí vegna meiðsla á öxl. Hann verður þó búinn að jafna sig áður en EM hefst í sumar þar sem Gylfi er lykilmaður í íslenska landsliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×