Enski boltinn

Manchester-liðin berjast um Meistaradeildarsæti | Tveir leikir í beinni á Vísi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester-liðin berjast um Meistaradeildarsæti.
Manchester-liðin berjast um Meistaradeildarsæti. vísir/getty
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag, en hún verður flautuð af stað klukkan tvö. Öll tuttugu liðin spila í dag, en enn er barist á einhverjum vígstöðum.

Leicester hefur tryggt sér titilinn og Aston Villa, Norwich og Newcastle United eru fallinn fyrir lokaumferðina. Enn er þó barist um annað sætið og síðasta sætið í Meistaradeildinni.

Manchester City er í kjörstöðu til að tryggja sér síðasta lausa sætið í Meistaradeild Evrópu, en þeir eru tveimur stigum á undan Manchester United. City mætir Swansea á útivelli, en United Bournemouth á heimavelli

City dugir jafntefli á útivelli fari svo að United vinni ekki með nítján marka mun, sem verður að teljast afar, afar ólíklegt.

Tottenham og Arsenal berjast svo um annað sætið, en Tottenham er í öðru sætinu fyrir lokaumferðina með 70 stig. Arsenal fylgir þeim fast á eftir með 80 stig.

Tveimur leikjum verður sjónvarpað beint á Vísi, en það eru leikir Everton og Watford annarsvegar og hinsvegar leik Watford og Sunderland. Fréttir með beinu útsendingunni birtast 13.30.

Allir leikir umferðarinnar:

Arsenal - Aston Villa (Stöð 2 Sport 5)

Chelsea - Leicester (Stöð 2 Sport 4)

Everton - Norwich (beint á Vísi)

Manchester United - AFC Bournemouth (Stöð 2 Sport 2/HD)

Newcastle - Tottenham (Stöð 2 Sport 6)

Southampton - Crystal Palace (Bravó)

Stoke - West Ham (Stöð 3)

Swansea - Manchester City (Stöð 2 Sport 3)

Watford - Sunderland (beint á Vísi)

WBA - Liverpool (Stöð 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×