Lögreglan í Manchester hefur staðfest að sprengjan sem komið var fyrir á Old Trafford hafi verið hættulaus.
Leik Manchester United og Bournemouth var aflýst vegna pakkans, en hluturinn var ótrúlega raunverulegur. Engin hætta stafaði þó af henni.
Stefnan er að spila leikinn sem fyrst, en ljóst er að þetta hefur tekið á taugar margra.
Sprengjusérfræðingar voru mættir á staðinn um hálf fimm og þeir sprengdu upp pakkann, en unnið er að rannsókn á málinu.
