Enski boltinn

Íslendingur á Old Trafford: „Fólk áttar sig ekki á hvað er að gerast"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Öryggisverðir útskýrir fyrir fólki hvað sé í gangi.
Öryggisverðir útskýrir fyrir fólki hvað sé í gangi. vísir/getty
Rúmlega 30 Íslendingar voru á Old Trafford, heimavelli Manchester United, þegar leik United og Bournemouth þurfti að aflýsa vegna þess að grunsamleg pakkning fannst í stúkunni.

Hafsteinn Ómarsson, stjórnarmaður í United-klúbbnum á Íslandi, er með íslenska hópnum úti og honum var eðlilega verulega brugðið yfir stöðu mála.

„Þetta er áfall fyrir alla. Það er búið að rýma báðar stúkurnar og verið er að koma restinni út," sagði Hafsteinn þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum hljóðið fyrir stundu.

„Fólk áttar sig ekki á því hvað er að gerast. Við erum bara hérna inni á vellinum og sjáum ekkert hvernig ástandið er til dæmis fyrir utan."

Sjá einnig:Grunsamleg pakkning fannst á Old Trafford | Leiknum aflýst

„Það er verið að reyna koma öllum út. Það er verið að gera þetta skipulega. Það þarf að koma 75 þúsund manns útaf vellinum," en aðspurður hvort það séu margir Íslendingar á leiknum svarar hann:

„Við erum rúmlega 30 Íslendingar á þessum leik," sagði Hafsteinn áður en hann þurfti að hverfa á braut til þess að halda utan um hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×