Enski boltinn

Grunsamleg pakkning fannst á Old Trafford | Leiknum aflýst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá vellinum.
Frá vellinum. vísir/getty
Leik Manchester United og Bournemouth hefur verið aflýst eftir að grunsamleg pakkning fannst í stúkunni.

Tvær af stúkum Old Trafford-vallarins hafa verið rýmdar, en aðrir eru beðnir um að sitja sem fastast í sínum sætum.

Tæplega hálfur völlurinn er nú tómur en Sir Alex Ferguson-stúkan og Streetford-stúkan voru tæmdar.

Leikmennirnir sem voru að hita upp á vellinum hurfu strax inn í klefa, en lítið er vitað um hvað sé að gerast. Öryggisverðir leita nú af fullum krafti í stúkunni.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar berast.

Uppfært klukkan 14.06: Grunsamleg pakkning fannst í norð-vestur stúkunni. Lögreglan er nú að ganga í skugga um að ekkert grunsamlegt sé í pakkanum.

Uppfært klukkan 14.11: Leiknum hefur verið aflýst. Meira síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×