Enski boltinn

Drogba fagnar rannsókn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skoðið það sem þið viljið. Ég óttast ekkert segir Drogba.
Skoðið það sem þið viljið. Ég óttast ekkert segir Drogba. vísir/getty
Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea, óttast það ekki að ensk yfirvöld ætli að skoða málefni góðgerðarsamtaka sem hann stofnaði.

Samtökin hafa safnað um 300 milljónum króna en aðeins 2,5 milljónir hafa skilað sér til góðgerðarmálanna. Það er innan við eitt prósent af því fé sem hefur safnast.

Sjá einnig: Góðgerðarsamtök Drogba sökuð um stórfelld svik

Drogba segist vera með allt sitt á hreinu og segir að peningunum verði varið til góðra verk þegar á þarf að halda.

„Ég er ábyrgur fyrir þessum peningum og ætla ekki að eyða þeim bara til þess að eyða þeim,“ segir Drogba en hann er einnig sakaður um að hafa eytt 77 milljónum króna af þessum peningum í veislu fyrir vini og vandamenn.

„Ég er með langtímaáætlanir og veit hvað ég ætla að gera,“ segir Drogba en hann ætlar í mál við Daily Mail út af þessum fréttaflutningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×