Erlent

Fundu fingraför Abdelsam í Brussel

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Lögreglan í Brussel segist hafa fundið fingraför og DNA Salah Abdeslam. Þau hafi fundist í íbúðinn sem lögreglan gerði atlögu að á dögunum þegar fjóir lögregluþjónar voru særðir í skothríð. Abdeslam slapp úr íbúðinni ásamt öðrum manni, en sá þriðji var skotinn til bana af lögreglu.

Abdeslam hefur verið á flótta frá því í nóvember þegar hann og aðrir árásarmenn myrtu 130 manns. Hann flúði frá París og talið er að hann hafi verið í felum í Brussel síðan.

Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað í Brussel í vikunni vegna atviksins.

ISIS-fáni og ýmis skjöl sem talin eru tengjast hryðjuverkastarfsemi fundust í íbúðinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.