Erlent

Reyna að koma í veg fyrir fund Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kosningafundi Trump í Utah í gær.
Frá kosningafundi Trump í Utah í gær. Vísir/Getty
Tugir mótmælenda hafa stöðvað umferð inn í bæinn Fountain Hills í Arizona. Forsetaframbjóðandinn umdeildi, Donald Trump, ætlar að halda kosningafund með stuðningsmönnum sínum í bænum í kvöld. Margra kílómetra löng umferðarteppa hefur myndast vegna mótmælanna.

Lögreglustjóri Fountain Hills segir CNN að mótmælin hafi valdið miklum vandræðum í bænum og að verði þeim ekki hætt, verði mótmælendurnir handteknir.

Mótmæli við kosningafundi Donald Trump hafa orðið umfangsmikil undanfarnar vikur og hefur komið til átaka á milli mótmælenda og stuðningsmanna Trump. Í gær reyndu mótmælendur að brjóta sér leið inn á fund Trump í Salt Lake City.

Hér má sjá beina útsendingu FOX 10 í Phoenix þar sem fylgst er með mótmælunum og fundi Trump í Fountein Hills.

Tengdar fréttir

Trump tapaði í Ohio - Rubio er hættur

Baráttan um útnefningu forsetaefna í Bandaríkjunum heldur áfram þrátt fyrir viðburðarríkan gærdag þar sem kosið var í fjölda ríkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×