Enski boltinn

Klopp ætlar að kaupa Gotze til Liverpool í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Gotze hefur lítið spilað á þessu tímabili.
Mario Gotze hefur lítið spilað á þessu tímabili. vísir/getty
Nokkrir enskir miðlar greina frá því í morgun að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, muni leggja mikið kapp á að klófesta Mario Gotze, leikmann Bayern München, í sumar.Liverpool er einnig orðað við fleiri leikmenn á borð við Piotr Zielinski, ungan miðjumann Empoli, og Ben Chilwell, ungstirni í röðum Leicester. Enn fremur kemur fram að stjórn Liverpool ætli að gefa Klopp alvöru upphæðir til að leika sér með á leikmannamarkaðnum.Það kæmi engum á óvart ef Klopp færi á eftir sínum fyrrverandi lærisveini sem hann þjálfaði áður hjá Dortmund, en undir stjórn Klopp skaust Gotze upp á stjörnuhimininn og varð Þýskalandsmeistari í tvígang.Gotze skoraði 16 mörk í öllum keppnum af miðjunni þegar Dortmund komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013, en Bayern München borgaði riftunarverð hans í byrjun þess árs og fékk hann fyrir 37 milljónir evra.Þýski landsliðsmaðurinn, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014 í framlengingu gegn Argentínu, gerði fjögurra ára samning við Bayern og á eitt ár eftir af samningi sínum í sumar.Gotze hefur orðið Þýskalandsmeistari undanfarin tvö ár með Bayern, en á þessu tímabili hefur miðjumaðurinn verið svolítið meiddur. Hann spilaði ekkert frá miðjum október og fram í febrúar. Gotze hefur svo verið ónotaður varamaður í síðustu tveimur leikjum Bayern í deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.