Erlent

Shkreli lögsóttur vegna Wu Tang plötunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Martin Shkreli.
Martin Shkreli. Vísir/EPA
Teiknarinn Jason Koza hefur höfðað mál gegn hataðasta milljarðamæringi internetsins vegna einstakrar Wu Tang plötu. Koza segir myndir eftir sig hafa verið notaðar á hulstur plötunnar án sinnar vitundar. Þá hafi Shkreli, sem keypti plötuna, leyft fjölmiðlum að birta teikningarnar.

Auk Shkreli hefur Koza höfðað mál gegn manninum sem seldi Shrkeli plötuna, Robert Diggs, leiðtoga Wu Tang Clan og framleiðenda hennar.

Sjá einnig: Hataðasti milljarðamæringur heims keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan

Martin Shkreli stendur í ströngu þessa dagana. Hann vakti fyrst mikla athygli þegar lyfjafyrirtæki sem hann stýrði, hækkaði verð á lyfjum sem nýtast alnæmissjúklingum um fimm þúsund prósent. Hann hefur verið mjög virkur á samfélagsmiðlum. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og beinast margar rannsóknir að honum.

Þegar hann keypti plötuna Once Upon a Time in Shaolin sagðist hann ekki ætla sér að hlusta á hana. Markmiðið hefði eingöngu verið að halda plötunni frá öðrum. Aðeins eitt eintak hennar var framleitt.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.