Viðskipti erlent

Hætta við 5.000 prósent hækkun á lyfi til alnæmissjúkra

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing Pharmaceuticals, gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra vogunarsjóðs.
Martin Shkreli, framkvæmdastjóri Turing Pharmaceuticals, gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra vogunarsjóðs.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceuticals hefur hætt við fyrirhugaða hækkun á lyfinu Daraprim sem notað hefur verið af alnæmissjúklingum í áratugi. Til stóð að hækka verð á hvern skammt um fimm þúsund prósent, úr jafnvirði um 1.700 króna í um um 97 þúsund krónur.

Framleiðslukostnaður pillunnar er um einn Bandaríkjadalur, en forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri vogunarsjóðs, réttlætti hækkunina með því að sá kostnaður tæki ekki til annarra kostnaðarliða eins og markaðssetningar og dreifingar.

Ekki liggur fyrir hversu mikið lyfið muni hækka, en fullyrt er að það sé umtalsvert minna en áður stóð til.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×