Erlent

Shkreli skellti á FBI rétt áður hann var handtekinn - Myndband

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Líf Shkreli er afar viðburðaríkt.
Líf Shkreli er afar viðburðaríkt.
Martin Shkreli, framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals, var fyrr í dag handtekinn vegna gruns um að fjársvik. Milljarðamæringurinn hefur undanfarna daga og vikur streymt lífi sínu í beinni útsendingu á Youtube og er útlit fyrir að hann hafi skellt á FBI skömmu áður en hann var handtekinn.

Shkreli hefur verið uppnefndur hataðasti maður internetsins en lyfjafyrirtæki hans keypti lyf réttinn á lyfi gegn alnæmi og hækkaði verðið á því upp úr öllu valdi. Ekki varð það til þess að gera hann vinsælli þegar hann keypti eina eintak nýrrar plötu Wu-Tang Clan fyrir skemmstu.

Grunur leikur á að hann hafi notað hlutabréf úr eldra fyrirtæki sínu, Rethropin, á ólöglegan hátt. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir síðan 2011.

Hér að neðan má sjá upptöku af streymi Shkreli frá því í dag en þegar rúmlega áttatíu mínútur eru liðnar sést hvar hann svarar símtali FBI og skellir á um leið. Líklegast hefur hann talið að um símaat hafi verið að ræða. Ekki löngu síðar var hann handtekinn en það sést að vísu ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×