Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2016 22:30 Liverpool er komið áfram í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir sigur á Stoke í vítaspyrnukeppni á Anfield í kvöld. Þetta var síðari leikur liðanna í rimmunni en Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það reyndist eina markið í venjulegum leiktíma og þar sem fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool þurfti að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigur. Simon Mignolet, markvörður Liverpool, varði tvær spyrnur í henni. Bæði lið klikkuðu í annarri umferð keppninnar - Peter Crouch fyrir Stoke (varið) og Emre Can fyrir Liverpool (í stöng). Eftir það var skorað úr öllum spyrnum þar til að Mignolet varði frá Marc Muniesa í sjöundu spyrnu Stoke. Walesverjinn Joe Allen fékk svo það hlutverk að tryggja Liverpool sæti í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum og brást honum ekki bogalistin.Liverpool mætir svo sigurvegara undanúrslitarimmu Everton og Manchester City í úrslitaleiknum sem fer fram þann 28. febrúar. Everton er með undirtökin í þeirri rimmu eftir 2-1 sigur á heimavelli í fyrri leiknum. Fyrri hálfleikur í kvöld var afar bragðdaufur þar til að Arnautovic skoraði umdeilt mark þar sem hann var að öllum líkindum rangstæður. En markið stóð engu að síður. Það var meira fjör eftir það. Roberto Firmino átti skot í stöng snemma í síðari hálfleik og Marco van Ginkel gerði slíkt hið sama fyrir Stoke í fyrri hálfleik framlengingarinnar. En allt kom fyrir ekki. Hér fyrir ofan má sjá mark Arnautovic í leiknum en upptaka af vítaspyrnukeppninni er efst í fréttinni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: Liverpool - Stoke 0-1: Jonathan Walters. Liverpool - Stoke 1-1: Adam Lallana. Liverpool - Stoke 1-1: Simon Mignolet ver frá Peter Crouch. Liverpool - Stoke 1-1: Emre Can skýtur í stöng. Liverpool - Stoke 1-2: Glenn Whelan. Liverpool - Stoke 2-2: Christian Benteke. Liverpool - Stoke 2-3: Ibrahim Afellay. Liverpool - Stoke 3-3: Roberto Firmino. Liverpool - Stoke 3-4: Xherdan Shaqiri. Liverpool - Stoke 4-4: James Milner. Liverpool - Stoke 4-5: Marco van Ginkel. Liverpool - Stoke 5-5: Lucas Leiva. Liverpool - Stoke 5-5: Simon Mignloet ver frá Marc Muniesa. Liverpool - Stoke 6-5: Joe Allen. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool er komið áfram í úrslitaleik enska deildabikarsins eftir sigur á Stoke í vítaspyrnukeppni á Anfield í kvöld. Þetta var síðari leikur liðanna í rimmunni en Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það reyndist eina markið í venjulegum leiktíma og þar sem fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool þurfti að framlengja leikinn. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigur. Simon Mignolet, markvörður Liverpool, varði tvær spyrnur í henni. Bæði lið klikkuðu í annarri umferð keppninnar - Peter Crouch fyrir Stoke (varið) og Emre Can fyrir Liverpool (í stöng). Eftir það var skorað úr öllum spyrnum þar til að Mignolet varði frá Marc Muniesa í sjöundu spyrnu Stoke. Walesverjinn Joe Allen fékk svo það hlutverk að tryggja Liverpool sæti í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum og brást honum ekki bogalistin.Liverpool mætir svo sigurvegara undanúrslitarimmu Everton og Manchester City í úrslitaleiknum sem fer fram þann 28. febrúar. Everton er með undirtökin í þeirri rimmu eftir 2-1 sigur á heimavelli í fyrri leiknum. Fyrri hálfleikur í kvöld var afar bragðdaufur þar til að Arnautovic skoraði umdeilt mark þar sem hann var að öllum líkindum rangstæður. En markið stóð engu að síður. Það var meira fjör eftir það. Roberto Firmino átti skot í stöng snemma í síðari hálfleik og Marco van Ginkel gerði slíkt hið sama fyrir Stoke í fyrri hálfleik framlengingarinnar. En allt kom fyrir ekki. Hér fyrir ofan má sjá mark Arnautovic í leiknum en upptaka af vítaspyrnukeppninni er efst í fréttinni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: Liverpool - Stoke 0-1: Jonathan Walters. Liverpool - Stoke 1-1: Adam Lallana. Liverpool - Stoke 1-1: Simon Mignolet ver frá Peter Crouch. Liverpool - Stoke 1-1: Emre Can skýtur í stöng. Liverpool - Stoke 1-2: Glenn Whelan. Liverpool - Stoke 2-2: Christian Benteke. Liverpool - Stoke 2-3: Ibrahim Afellay. Liverpool - Stoke 3-3: Roberto Firmino. Liverpool - Stoke 3-4: Xherdan Shaqiri. Liverpool - Stoke 4-4: James Milner. Liverpool - Stoke 4-5: Marco van Ginkel. Liverpool - Stoke 5-5: Lucas Leiva. Liverpool - Stoke 5-5: Simon Mignloet ver frá Marc Muniesa. Liverpool - Stoke 6-5: Joe Allen.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira