Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2016 12:00 Klopp eftir leikinn í gær. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. „Ef þið viljið gagnrýna eitthvað, gagnrýniði mig þá og látiði leikmennina vera. Þessir leikmenn voru duglegir og þeir reyndu og ef þeir gerðu mistök er það á minni ábyrgð,” sagði Klopp í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Ef þeir eru ekki góðir í stöðunni einn á móti einum þá er það á ábyrgð allra þjálfara Liverpool. Ef þeir eru ekki nægilega góðir að skalla, þá er það á ábyrgð allra þjálfara Liverpool og ekki leikmannana.” Kolo Toure, Mamadou Sakho og Dejan Lovren eru frá vegna meiðsla og það veldur Klopp smá hugarangri, en hann hvíldi þrettán leikmenn í gær sem byrja iðulega leiki Liverpool. Allt byrjunarliðið frá 1-0 sigrinum á Stoke í vikunni spilaði ekki í gær. „Við spilum fleiri leiki en sum önnur lið því við erum enn í deildarbikarnum og við erum enn í Evrópudeildinni. Aðalvandræðin eru að miðverðir okkar eru meiddir á þessum tímapunkti.” „Við vorum með fimm miðverði í upphafi tímabils og á þessum tímapunkti erum við með gann. Í næstu viku gæti þetta orðið öðruvísi og við munum sjá hvað við getum gert.” Völlurinn í gær var ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og Klopp segir að það hafi hjálpað Exeter hvernig völlurinn var. „Þeir spiluðu mjög vel og völlurinn var erfiður fyrir bæði lið. Það hjálpar til ef þú getur spilað þinn fótbolta og það gaf Exeter forskot vegna þess að þeir kunnu betur á völlinn en við. Þeir gerðu vel, það var gott andrúmsloft og góð kynni hjá mér af fyrstu umferð minni í FA-bikarnum,” sagði þessi geðþekki Þjóðverji að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool slapp með jafntefli við D-deildarlið Exeter Liverpool og Exeter City þurfa að mætast að nýju í 3. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-2 jafntefli á heimavelli Exeter City í kvöld. 8. janúar 2016 21:45 Klopp: Bikarinn ekki tekinn nógu alvarlega á Englandi Jürgen Klopp segir ekki að hafi verið minnst á að hann væri líka bikarmeistari þegar hann kom til Englands. 8. janúar 2016 10:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. „Ef þið viljið gagnrýna eitthvað, gagnrýniði mig þá og látiði leikmennina vera. Þessir leikmenn voru duglegir og þeir reyndu og ef þeir gerðu mistök er það á minni ábyrgð,” sagði Klopp í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Ef þeir eru ekki góðir í stöðunni einn á móti einum þá er það á ábyrgð allra þjálfara Liverpool. Ef þeir eru ekki nægilega góðir að skalla, þá er það á ábyrgð allra þjálfara Liverpool og ekki leikmannana.” Kolo Toure, Mamadou Sakho og Dejan Lovren eru frá vegna meiðsla og það veldur Klopp smá hugarangri, en hann hvíldi þrettán leikmenn í gær sem byrja iðulega leiki Liverpool. Allt byrjunarliðið frá 1-0 sigrinum á Stoke í vikunni spilaði ekki í gær. „Við spilum fleiri leiki en sum önnur lið því við erum enn í deildarbikarnum og við erum enn í Evrópudeildinni. Aðalvandræðin eru að miðverðir okkar eru meiddir á þessum tímapunkti.” „Við vorum með fimm miðverði í upphafi tímabils og á þessum tímapunkti erum við með gann. Í næstu viku gæti þetta orðið öðruvísi og við munum sjá hvað við getum gert.” Völlurinn í gær var ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og Klopp segir að það hafi hjálpað Exeter hvernig völlurinn var. „Þeir spiluðu mjög vel og völlurinn var erfiður fyrir bæði lið. Það hjálpar til ef þú getur spilað þinn fótbolta og það gaf Exeter forskot vegna þess að þeir kunnu betur á völlinn en við. Þeir gerðu vel, það var gott andrúmsloft og góð kynni hjá mér af fyrstu umferð minni í FA-bikarnum,” sagði þessi geðþekki Þjóðverji að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool slapp með jafntefli við D-deildarlið Exeter Liverpool og Exeter City þurfa að mætast að nýju í 3. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-2 jafntefli á heimavelli Exeter City í kvöld. 8. janúar 2016 21:45 Klopp: Bikarinn ekki tekinn nógu alvarlega á Englandi Jürgen Klopp segir ekki að hafi verið minnst á að hann væri líka bikarmeistari þegar hann kom til Englands. 8. janúar 2016 10:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Liverpool slapp með jafntefli við D-deildarlið Exeter Liverpool og Exeter City þurfa að mætast að nýju í 3. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-2 jafntefli á heimavelli Exeter City í kvöld. 8. janúar 2016 21:45
Klopp: Bikarinn ekki tekinn nógu alvarlega á Englandi Jürgen Klopp segir ekki að hafi verið minnst á að hann væri líka bikarmeistari þegar hann kom til Englands. 8. janúar 2016 10:30