Pistorius gæti verið á leið aftur í fangelsi Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. júlí 2016 18:00 Oscar Pistorius Vísir/Getty Á morgun verður ákveðin refsing í máli suður-afríska spretthlauparans Oscars Pistorius. Hann gæti verið á leið aftur í fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013. Pistorius losnaði úr fangelsi í Pretoriu í Suður-Afríku í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, fjórum skotum. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli.Sjá einnig: Hver er Oscar Pistorius? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku sneri síðan við dómnum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Simon Cowell framleiddi heimildamyndina Fallen Hero: Oscar Pistorius, sem er fyrsta sjónvarpsviðtalið við Pistorius sjálfan um atburði næturinnar örlagaríku. Myndin var frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn í Suður-Afríku, en verður sýnd á Stöð 2 í kvöld klukkan 21.20.Ebba bar vitni.SkjáskotÍslensk tenging Málið hefur íslenska tengingu, en Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er meðal þeirra sem borið hefur vitni við réttarhöldin yfir spretthlauparanum.Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskyldur Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg" Þá var það íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur sem gerði gervifæturnar sem Pistorius hljóp á. Hann kom oft til Íslands vegna þessa samstarfs. Tengdar fréttir Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17 Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13 Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58 Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Á morgun verður ákveðin refsing í máli suður-afríska spretthlauparans Oscars Pistorius. Hann gæti verið á leið aftur í fangelsi fyrir að hafa orðið unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í febrúar 2013. Pistorius losnaði úr fangelsi í Pretoriu í Suður-Afríku í október á síðasta ári eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi, en hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurð á heimili sínu, fjórum skotum. Segist hann sjálfur hafa talið að innbrotsþjófur væri á ferli.Sjá einnig: Hver er Oscar Pistorius? Áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku sneri síðan við dómnum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Simon Cowell framleiddi heimildamyndina Fallen Hero: Oscar Pistorius, sem er fyrsta sjónvarpsviðtalið við Pistorius sjálfan um atburði næturinnar örlagaríku. Myndin var frumsýnd þann 24. júní síðastliðinn í Suður-Afríku, en verður sýnd á Stöð 2 í kvöld klukkan 21.20.Ebba bar vitni.SkjáskotÍslensk tenging Málið hefur íslenska tengingu, en Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er meðal þeirra sem borið hefur vitni við réttarhöldin yfir spretthlauparanum.Pistorius var ellefu mánaða þegar báðir fætur hans voru fjarlægðir fyrir neðan hné vegna sjaldgæfs fæðingargalla, en sperrileggi vantaði í báða fætur hans. Það sama á við um son Ebbu, Hafliða, og þannig kynntust fjölskyldur Ebbu og Pistorius, sem Ebba segir mikilvæga fyrirmynd fyrir Hafliða.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg" Þá var það íslenski stoðtækjaframleiðandinn Össur sem gerði gervifæturnar sem Pistorius hljóp á. Hann kom oft til Íslands vegna þessa samstarfs.
Tengdar fréttir Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17 Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45 Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33 Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13 Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58 Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Sjá meira
Pistorius fær ekki að áfrýja morðdómi Refsing Oscar Pistorius fyrir morðið á kærustu sinni Reeva Steenkamp verður ákveðin í næsta mánuði. 3. mars 2016 16:17
Pistorius áfrýjar morðdómi Pistorius hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp án gáleysis, en þeim dómi var breytt í morð í desember. 11. janúar 2016 17:45
Pistorius fyrir dóm á ný: Réttað um ákvörðun refsingar í beinni útsendingu Málið er flutt í beinni útsendingu. 13. júní 2016 08:33
Pistorius sleppt gegn tryggingu á meðan hann bíður refsingar Dómari dæmdi í síðustu viku Oscar Pistorius fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. 8. desember 2015 11:13
Dómi Pistorius breytt í morð Áfrýjunardómstóll Suður Afríku úrskurðaði að fyrri dómurinn yfir Pistorius hafi verið gallaður. 3. desember 2015 08:58
Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt „Átti því ekki möguleika á að verja sig.“ 15. júní 2016 14:07