Enn kviknar í Galaxy Note 7 þrátt fyrir endurbætur nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 18:19 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu. Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Nokkur alvarleg atvik áttu sér stað á undanförnum dögum þar sem símar af nýrri gerð Samsung Galaxy Note 7 ofhitnuðu með þeim afleiðingum að eldur kviknaði. Samkvæmt frétt BBC kviknaði í Galaxy Note 7 síma um borð í farþegaflugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn var en flugvélin var stödd á flugvellinum í Louisville í Kentucky. Til allrar mildi var flugvélin enn á jörðu niðri þegar kviknaði í símanum en vélin var rýmd eftir að farþegar urðu varir við reykinn. Galaxy Note 7 er nýjasti sími Samsung en fyrirtækið þurfti að stöðva sölu á símanum fyrr í haust vegna vegna galla í honum sem gerði það að verkum að síminn gat ofhitnað og jafnvel bráðnað eða sprungið. Fyrirtækið innkallaði fyrstu gerð Galaxy Note 7 í þeim löndum þar sem sala var hafin á símanum og setti í kjölfarið nýja gerð símans á markað. Nýja gerðin, átti samkvæmt talsmönnum Samsung, að vera fullkomlega örugg. Sjá einnig: Galaxy Note 7 varaðir við því að nota símann í hálfoftunum. Hins vegar hafa nú þegar komið upp nokkur tilvik þar símar af nýrri gerð Galaxy Note 7 hafa ofhitnað, líkt og átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn. Annað atvik átti sér stað í Kentucky á þriðjudaginn var en varð eldsvoði í íbúðarhúsi sem rekja má til ofhitnunar Galaxy Note 7 síma. Eigandi símans, Michael Klering var fluttur á gjörgæslu en er ekki í lífshættu. Hann fullyrti að síminn hefði ekki verið í hleðslu þegar eldur kviknaði í honum.Samsung varaði notendur ekki við Samsung hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir að hafa ekki brugðist við atvikinu á þriðjudaginn var með því að vara notendur við. Þrátt fyrir að Samsung hafi fengið fregnir eldsvoðanum ákvað fyrirtækið að bíða með að upplýsa notendur um að nýja gerð símans væri mögulega gölluð, líkt og fyrri gerð hans. Síðan á þriðjudaginn hafa orðið að minnsta kosti tvö atvik sem rekja má til gallans, áðurnefnt atvik um borð í flugvél Southwest Airlines og atvik þar sem Galaxy Note 7 sími bráðnaði í höndum þrettán ára gamallar stúlku. Samsung hefur enn ekki gefið út að þeir hyggist innkalla nýju gerð Galaxy Note 7 en lýstu því yfir í kjölfar atviksins í flugvél Southwest Airlines að fyrirtækið hefði hafið rannsókn á atvikinu.
Tengdar fréttir Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14 Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53 Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31 Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12 Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Sex ára drengur slasaðist eftir að Samsung Galaxy Note 7 sprakk Vandræði Samsung vegna símans fara vaxandi. 12. september 2016 16:14
Hlutabréfahrun hjá Samsung Í nótt lækkaði gengi hlutabréfa í Samsung um tæplega sjö prósent. 12. september 2016 09:53
Fleiri vörur Samsung virðast springa Fyrirtækið er til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna vandræða með þvottavélar þeirra. 29. september 2016 11:31
Samsung Galaxy Note 7 gereyðilagði jeppa Var í hleðslu inní bílnum og brann ásamt bílnum. 12. september 2016 11:12
Samsung stöðvar sölu á Galaxy Note 7 Fréttir hafi borist bæði frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu um að síminn hafi sprungið á meðan á hleðslu stendur eða að henni lokinni. 2. september 2016 08:36