Döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist í samfélaginu nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 21:40 Nancy O'Dell, meðstjórnandi þáttarins Entertainment Tonight, er konan sem Trump talaði um í myndbandinu. MYND/GETTY Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44