Erlent

Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum

Samúel Karl Ólason skrifar
DOnald Trump og eiginkona hans Melania.
DOnald Trump og eiginkona hans Melania. Vísir/EPA
Donald Trump stærði sig því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær, þar sem hann væri „stjarna“. Washington Post hefur birt myndband af Trump ræða við sjónvarpsmanninn Billy Bush um konur á mjög grófan hátt.

„Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“

Þetta er meðal þess sem Trump sagði. Hann sagði einnig frá því að hann hefði verið að reyna að sænga hjá konu en hefði mistekist. Hann hefði farið með henni að kaupa húsgögn en hún hefði verið gift. Myndbandið var tekið upp nokkrum mánuðum eftir að Trump giftist þriðju eiginkonu sinni Melania.

Umrætt myndband var tekið upp árið 2005, þegar Donald Trump var að fara að leika lítið hlutverk í sápuóperunni Days of Our Lives. Upptakan var fyrir þáttinn Access Hollywood. Hægt er að sjá myndbandið á vef Washington Post eða hér að neðan.

Trump gaf út yfirlýsingu vegna upptökunnar þar sem hann segir að um einkasamtal sé að ræða og svokallað „búningsklefa-tal“. Hann bað þá sem móðguðust yfir ummælum hans afsökunar en veittist þó gegn Bill Clinton, eiginmanni Hillary Clinton.

Bill Clinton hefur sagt mun verri hluti en ég á golfvellinum. Þetta er ekkert miðað við það.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.