Innlent

Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Arnold Schwarzenegger og Robert De Niro við frumsýningu kvikmyndarinnar Maggie á Tribeca-hátíðinni í fyrra.
Arnold Schwarzenegger og Robert De Niro við frumsýningu kvikmyndarinnar Maggie á Tribeca-hátíðinni í fyrra. Visir/Ap
Hörkutólin og leikararnir Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger hafa báðir snúið baki við forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, auðkýfingnum Donald Trump, síðastliðinn sólarhring - hvor með sínum hætti.

Schwarzenegger, sem var ríkisstjóri Kaliforníu undir merkjum Repúblikanaflokksins á árum áður, skrifaði á Facebook-síðu sína í dag að hann gæti ekki stutt frambjóðenda flokks síns. Það væri í fyrsta skipti frá árinu 1983, árið sem hann fékk bandarískan ríkisborgararétt, sem hann myndi ekki kjósa Repúblikana í forsetaslagnum.

„Þó svo að ég sé stoltur Repúblikani þá er ég þó ennþá stoltari Bandaríkjamaður. Ég vil því nýta tækifærið og minna félaga mína í Repúblikanaflokknum á að það sé ekki bara ásættanlegt að velja hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokksins - heldur skylda,“ segir Tortímandinn fyrrverandi á Facebook. Færslu hans má sjá hér að neðan.

Robert De Niro er ekki jafn hófstilltur í myndbandinu sem birtist á netinu í gær og hefur farið sem eldur í sinu. Þar skýtur hann allhressilega á Donald Trump og segir De Niro að hann trúi því hreinlega ekki hvernig sé komið fyrir þjóð sinni. Ef hann fengi færi á þá myndi hann gefa auðkýfingnum einn á kjammann.

„Er þetta einhver sem við viljum sjá sem forseta? Það held ég ekki. Mér er annt um stefnu landsins og ég hef miklar áhyggjur af því að það Bandaríkin muni halda í ranga átt undir Donald Trump.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×