Mané hetja Liverpool | Sjáðu markið Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2016 21:45 Sadio Mané var hetja Liverpool í Merseyside-slagnum í kvöld þegar hann tryggði gestunum sigur í leik erkifjendanna, 1-0, með marki í uppbótartíma. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en belgíski framhherjinn Divock Origi fékk tækifæri til að koma Liverpool yfir á 37. mínútu en skaut þá boltanum framhjá eftir góða sendingu frá Nathaniel Clyne. Liverpool komst aftur í gott færi, reyndar dauðafæri, í byrjun seinni hálfleik en Maarten Stekelenburg varði frábærlega einn á móti Brassanum. Mikill darraðadans var í teig Everton eftir vörsluna en heimamenn komu boltanum frá. Stekelenburg þurfti síðar að fara af velli vegna meiðsla en Joel Robles kom kaldur inn inn af bekknum á 64. mínútu. Svekkjandi fyrir Everton en sá hollenski var búinn að spila vel. Robles gerði þó vel í að verja skot frá Roberto Firmino eftir hornspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Spænski markvörðurinn henti sér snöggt niður og varði viðstöðulaust skot Firmino sem hitti boltann vel. Eftir tæpar sjötíu mínútur tæklaði Ross Barkley, miðjumaður Everton, Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, svakalega en slapp með gult spjald þegar flestir á bandi Rauða hersins vildu sjá rautt. Barkley líklega heppinn að fjúka ekki út af. Uppbótartími var átta mínútur og eftir tæpar fjórar mínútur af honum skoraði Sadio Mané sigurmark Liverpool og allt ætlaði um koll að keyra hjá stuðningsmönnum liðsins á Goodison Park. Varamarkvörðurinn Robles verður að taka hluta sakarinnar á sig en hann náði ekki til boltans þegar Daniel Sturridge átti laflaust skot fyrir utan teiginn. Boltinn hafnaði í stönginni og áður en Robles náði til hans var Mané mættur. Senegalinn er nú búinn að skora átta mörk og leggja upp fimm fyrir Liverpool í úrvaldeildinni á leiktíðinni. Flottur sigur hjá Liverpool og dramatískur en með sigrinum komst liðið upp í annað sætið þar sem það er með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Everton er áfram í níunda sæti með 23 stig. Farið verður yfir leikinn og alla hina í umferðinni í Messunni sem hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00. Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Sadio Mané var hetja Liverpool í Merseyside-slagnum í kvöld þegar hann tryggði gestunum sigur í leik erkifjendanna, 1-0, með marki í uppbótartíma. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en belgíski framhherjinn Divock Origi fékk tækifæri til að koma Liverpool yfir á 37. mínútu en skaut þá boltanum framhjá eftir góða sendingu frá Nathaniel Clyne. Liverpool komst aftur í gott færi, reyndar dauðafæri, í byrjun seinni hálfleik en Maarten Stekelenburg varði frábærlega einn á móti Brassanum. Mikill darraðadans var í teig Everton eftir vörsluna en heimamenn komu boltanum frá. Stekelenburg þurfti síðar að fara af velli vegna meiðsla en Joel Robles kom kaldur inn inn af bekknum á 64. mínútu. Svekkjandi fyrir Everton en sá hollenski var búinn að spila vel. Robles gerði þó vel í að verja skot frá Roberto Firmino eftir hornspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Spænski markvörðurinn henti sér snöggt niður og varði viðstöðulaust skot Firmino sem hitti boltann vel. Eftir tæpar sjötíu mínútur tæklaði Ross Barkley, miðjumaður Everton, Jordan Henderson, fyrirliða Liverpool, svakalega en slapp með gult spjald þegar flestir á bandi Rauða hersins vildu sjá rautt. Barkley líklega heppinn að fjúka ekki út af. Uppbótartími var átta mínútur og eftir tæpar fjórar mínútur af honum skoraði Sadio Mané sigurmark Liverpool og allt ætlaði um koll að keyra hjá stuðningsmönnum liðsins á Goodison Park. Varamarkvörðurinn Robles verður að taka hluta sakarinnar á sig en hann náði ekki til boltans þegar Daniel Sturridge átti laflaust skot fyrir utan teiginn. Boltinn hafnaði í stönginni og áður en Robles náði til hans var Mané mættur. Senegalinn er nú búinn að skora átta mörk og leggja upp fimm fyrir Liverpool í úrvaldeildinni á leiktíðinni. Flottur sigur hjá Liverpool og dramatískur en með sigrinum komst liðið upp í annað sætið þar sem það er með 37 stig, sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Everton er áfram í níunda sæti með 23 stig. Farið verður yfir leikinn og alla hina í umferðinni í Messunni sem hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00.
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira