Hryðjuverkaárásin fordæmd um allan heim Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2015 17:57 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP/AFP Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. Barack Obama. forseti Bandaríkjanna, fordæmdi árásina á Charlie Hebdo og sagði hana til merkis um hugleysi og illsku mannanna sem framkvæmdu hana. Þá lýsti forsetinn yfir samúð með frönsku þjóðinn, en tólf létu lífið í árásinni. Obama sagði Frakka vera einn af elstu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og að þeir hefðu staðið við bakið á þeim allt frá hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Forsetinn bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við að hafa upp á þeim hryðjuverkamönnum sem komu að árásinni, en hann hafði þó ekki rætt við Francois Hollande, forseta Frakklands. „Ég vil segja það beint við íbúa París og alla Frakka að hver og einn einasti Bandaríkjamaður stendur með ykkur í dag,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að í raun væri árásin á málfrelsi. Þetta er einstaklega villimannsleg árás,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands. „Þessari hræðulegu árás er ætlað að valda deilum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. „Við megum ekki falla í þá gildru. Nú þarf samstaða að ríkja í heiminum.“ „Við fordæmum þennan glæp. Við ítrekum að við erum tilbúnir til að hjálpa við baráttuna gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands. „Þessi ógeðfellda árás er ekki bara árás gegn lífi Frakka og innra öryggis Frakklands. Hún stendur einnig fyrir árás á tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, sem eru hornsteinar lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Þessi árás mun valda ótta á stigi sem ekki hefur þekkst áður,“ sagði sænski listamaðurinn Lars Vilks. Hann hefur verið undir lögregluvernd frá því hann teiknaði skopmynd af Muhammad. „Charlie Hebdo var lítil vin. Það voru ekki margir sem þorðu að gera það sem þeir gerðu.“ „Þetta hús stendur með Frökkum í baráttunni gegn öllum tegundum hryðjuverka og við stöndum að fullu að baki tjáningarfrelsi og lýðræðis. Þetta fólk mun aldrei geta tekið þau gildi frá okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi í dag. „Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo. Hörmulegur atburður og við vottum aðstandendum fórnarlamba okkar dýpstu samúð,“ segir Sigmundur Davíð. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Þjóðarleitogar, samtök og fleiri aðilar lýsa yfir óhugnaði sínum vegna árásirnnar á skrifstofur Charle Hebdo. Barack Obama. forseti Bandaríkjanna, fordæmdi árásina á Charlie Hebdo og sagði hana til merkis um hugleysi og illsku mannanna sem framkvæmdu hana. Þá lýsti forsetinn yfir samúð með frönsku þjóðinn, en tólf létu lífið í árásinni. Obama sagði Frakka vera einn af elstu og bestu bandamönnum Bandaríkjanna og að þeir hefðu staðið við bakið á þeim allt frá hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Forsetinn bauð fram aðstoð Bandaríkjanna við að hafa upp á þeim hryðjuverkamönnum sem komu að árásinni, en hann hafði þó ekki rætt við Francois Hollande, forseta Frakklands. „Ég vil segja það beint við íbúa París og alla Frakka að hver og einn einasti Bandaríkjamaður stendur með ykkur í dag,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að í raun væri árásin á málfrelsi. Þetta er einstaklega villimannsleg árás,“ sagði Francois Hollande, forseti Frakklands. „Þessari hræðulegu árás er ætlað að valda deilum,“ sagði Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. „Við megum ekki falla í þá gildru. Nú þarf samstaða að ríkja í heiminum.“ „Við fordæmum þennan glæp. Við ítrekum að við erum tilbúnir til að hjálpa við baráttuna gegn hryðjuverkum,“ sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands. „Þessi ógeðfellda árás er ekki bara árás gegn lífi Frakka og innra öryggis Frakklands. Hún stendur einnig fyrir árás á tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla, sem eru hornsteinar lýðræðislegs þjóðfélags,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands. „Þessi árás mun valda ótta á stigi sem ekki hefur þekkst áður,“ sagði sænski listamaðurinn Lars Vilks. Hann hefur verið undir lögregluvernd frá því hann teiknaði skopmynd af Muhammad. „Charlie Hebdo var lítil vin. Það voru ekki margir sem þorðu að gera það sem þeir gerðu.“ „Þetta hús stendur með Frökkum í baráttunni gegn öllum tegundum hryðjuverka og við stöndum að fullu að baki tjáningarfrelsi og lýðræðis. Þetta fólk mun aldrei geta tekið þau gildi frá okkur,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi í dag. „Íslensk stjórnvöld fordæma hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo. Hörmulegur atburður og við vottum aðstandendum fórnarlamba okkar dýpstu samúð,“ segir Sigmundur Davíð.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30 Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19 Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45 Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12 „Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32 Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39 Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52 Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Charlie Hebdo gerði grín að öllum Gérard Lemarquis þekkti þá sem drepnir voru í París í morgun og segir þá fræga menn í Frakklandi. 7. janúar 2015 16:30
Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Tveir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur háðsádeilutímritsins Charlie Hebdo í París. 7. janúar 2015 11:19
Öryggisgæsla aukin við skrifstofur Jyllands-Posten Bregðast við árás á franskt tímarit. 7. janúar 2015 14:45
Ritstjóri DV var kallaður í yfirheyrslu vegna teikninganna Umdeildar teikningar reynast sprengiefni. Afstaða Íslendinga hefur verið á stjákli. 7. janúar 2015 14:12
„Allir eru í áfalli“ Lea Gestsdóttir Gayet býr í París og segist vera í sjokki vegna atburða morgunsins. Lea segir tímaritið Charlie Hebdo vera Frökkum mjög kært. 7. janúar 2015 13:32
Fjórir teiknarar Charlie Hebdo á meðal hinna látnu Stephane Charbonnier, aðalritstjóri Charlie Hebdo, var á meðal fjögurra teiknara blaðsins sem voru drepnir í árásinni í morgun. 7. janúar 2015 16:39
Obama, Cameron og Harper fordæma árásina Barack Obama segir Frakka hafa staðið þétt við hlið Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. 7. janúar 2015 14:52
Franski herinn aðstoðar við leitina að árásarmönnunum Víðtæk leit hafin í Frakklandi að mönnunum þremur sem réðust inn á skrifstofur Charlie Hebdo. 7. janúar 2015 15:00