Fjörutíu féllu í valinn í röð árása skæruliða á Kabúl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Tugir létust í Kabúl um helgina eftir röð árása skæruliða á höfuðborg Afganistans. nordicphotos/afp Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira