Fjörutíu féllu í valinn í röð árása skæruliða á Kabúl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Tugir létust í Kabúl um helgina eftir röð árása skæruliða á höfuðborg Afganistans. nordicphotos/afp Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Fjörutíu féllu í fjórum sprengjuárásum í Kabúl um helgina, sem fréttastofa Guardian kallar hina blóðugustu í afgönsku höfuðborginni í áraraðir. Flestir þeirra sem létust voru almennir borgarar og verðandi lögreglumenn. Atlantshafsbandalagið staðfesti einnig að einn úr þess röðum hefði fallið. Fyrsta árásin, og sú mannskæðasta, var sjálfsmorðsárás. Þá sprengdi talibani, klæddur í einkennisbúning lögreglu, sig í loft upp fyrir utan höfuðstöðvar lögregluskóla þar sem verðandi lögreglumenn biðu í röð eftir að komast inn. Nokkrum klukkustundum seinna sprungu tvær sprengjur norðan við alþjóðaflugvöll borgarinnar þegar árásarmenn réðust að herstöð Bandaríkjamanna, Camp Integrity. Einn hermaður lést auk átta almennra borgara og tveggja skæruliða samkvæmt tilkynningu Bandaríkjahers. Látni hermaðurinn er sá fimmti úr röðum Bandaríkjamanna sem fellur í Afganistan á árinu. Í kjölfar árásarinnar hringsóluðu herflugvélar Bandaríkjamanna yfir Kabúl. Bílsprengja sprakk þar að auki á laugardagsmorgun utan við herstöð Afgana í borginni, nærri miðborg Kabúl. Tuttugu féllu við sprenginguna og nokkur hundruð særðust, misalvarlega. Flestir hinna slösuðu leituðu læknisaðstoðar vegna glerbrota sem í þeim höfðu lent. „Öll þau tuttugu sem féllu í valinn voru almennir borgarar,“ segir Kabir Amiri, talsmaður sjúkrahúsa í Kabúl. Hin föllnu bætast í hóp fimm þúsund almennra borgara sem fallið hafa í átökum í Afganistan á þessu ári. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því að sex fyrstu mánuðir þessa árs hefðu verið þeir blóðugustu í Afganistan undanfarin ár. Sameinuðu þjóðirnar segja að breytt aðferðafræði skæruliða liggi að baki meira mannfalli, en nærri tvöfalt fleiri sjálfsmorðsárásir urðu í Kabúl á fyrri helmingi þessa árs en á síðasta hálfa ári á undan. Talsmaður talibana, Zabiullah Mujahed, lýsti yfir ábyrgð talibana á árásinni á lögreglumennina en tjáði sig ekki um hinar árásirnar þrjár. Talibanar tilkynntu um skipun nýs leiðtoga þeirra, Akhtars Mansour, eftir að ríkisstjórn Afgana tilkynnti um andlát þess fyrrverandi, Muhammads Omar. Mansour hafði verið aðstoðarmaður Omars undanfarin ár.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira