Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 08:32 Arsenal er án stiga eftir tvo leiki. Vísir/Getty Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira