Fjórir Afganar dæmdir til dauða fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2015 10:15 Morð Farkhúndu leiddi til mikilla mótmæla í Afganistan. Vísir/EPA Fjórir afganskir karlmenn hafa verið dæmdir til dauða fyrir að hafa fyrr á árinu, tekið þátt í múgæsingu í mosku einni í Kabúl þar sem hin 28 ára gamla Farkhúnda var barin til dauða eftir að hafa verið ásökuð, ranglega, um að hafa brennt Kóraninn. Málið vakti mikla athygli og varpaði ljósi á slæma meðferð á konum í landinu. Þá voru mótmæli haldin víða í Afganistan gegn slæmri meðferð á konum þar í landi. Dómstóllinn var aðeins fjóra daga að komast að niðurstöðu um mennina fjóra, sem taldir eru hafa orsakað múgæsinginn. Átta aðrir voru dæmdir í sextán ára fangelsi og átján voru sýknaðir. Nítján lögreglumenn voru einnig ákærðir, sakaðir um að hafa látið undir höfuð leggjast að koma Fakhúndu til bjargar. Á vef BBC segir að búist sé við að dómar yfir þeim falli í næstu viku. Hinir dæmdu geta áfrýjað úrskurðinum, en bróðir Farkhúndu er ekki ánægður og segir fjölskyldu sína reiða yfir niðurstöðu dómstólsins. Hann segir dóminn hafa sýnt of mikla linkind. „Niðurstaða dómstólsins er ekki sanngjörn og við sættum okkur ekki við hana,“ segir Muhibullah við AP fréttaveituna. „Fjórir einstaklingar voru dæmdir til dauða en allir vita að meira en 40 manns tóku þátt í að brenna og berja systur mína.Sakborningar í dómssal.Vísir/EPAGrimmilegt morð Morð Farkhúndu í mars var afar grimmilegt og var myndböndum af því dreift á samfélagsmiðlum á sínum tíma. Hún var barin illa af stórum hópi fólks og keyrt var yfir hana. Þá mátti einnig sjá lögregluþjóna ýta hann fram af húsþaki. Þrátt fyrir að hún væri látin, þá var fólk, allt niður í táninga, að grýta lík hennar sem dregið var um götur Kabul og niður að á, áður en kveikt var í henni. „Átján einstaklingum var sleppt. Dómstóllinn hefði átt að refsa þeim og það hefði verið lexía fyrir alla þá sem myndu fremja slíkan glæp í okkar landi.“ Farkhúnda hafði lent í rifrildi við klerk nærri forsetahöllinni í Kabúl. Í rifrildinu var hún sökuð um að hafa brennt kóraninn, en hópur vegfarenda heyrði það og réðst á hana með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsókn leiddi í ljós ekkert sem sannaði að hún hefði brennt kóraninn. Bæði trúarleiðtogar og embættismenn hafa samkvæmt AP sagt að hefði hún í raun skemmt kóraninn, hefði aðför múgsins verið réttlætanleg. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Fjórir afganskir karlmenn hafa verið dæmdir til dauða fyrir að hafa fyrr á árinu, tekið þátt í múgæsingu í mosku einni í Kabúl þar sem hin 28 ára gamla Farkhúnda var barin til dauða eftir að hafa verið ásökuð, ranglega, um að hafa brennt Kóraninn. Málið vakti mikla athygli og varpaði ljósi á slæma meðferð á konum í landinu. Þá voru mótmæli haldin víða í Afganistan gegn slæmri meðferð á konum þar í landi. Dómstóllinn var aðeins fjóra daga að komast að niðurstöðu um mennina fjóra, sem taldir eru hafa orsakað múgæsinginn. Átta aðrir voru dæmdir í sextán ára fangelsi og átján voru sýknaðir. Nítján lögreglumenn voru einnig ákærðir, sakaðir um að hafa látið undir höfuð leggjast að koma Fakhúndu til bjargar. Á vef BBC segir að búist sé við að dómar yfir þeim falli í næstu viku. Hinir dæmdu geta áfrýjað úrskurðinum, en bróðir Farkhúndu er ekki ánægður og segir fjölskyldu sína reiða yfir niðurstöðu dómstólsins. Hann segir dóminn hafa sýnt of mikla linkind. „Niðurstaða dómstólsins er ekki sanngjörn og við sættum okkur ekki við hana,“ segir Muhibullah við AP fréttaveituna. „Fjórir einstaklingar voru dæmdir til dauða en allir vita að meira en 40 manns tóku þátt í að brenna og berja systur mína.Sakborningar í dómssal.Vísir/EPAGrimmilegt morð Morð Farkhúndu í mars var afar grimmilegt og var myndböndum af því dreift á samfélagsmiðlum á sínum tíma. Hún var barin illa af stórum hópi fólks og keyrt var yfir hana. Þá mátti einnig sjá lögregluþjóna ýta hann fram af húsþaki. Þrátt fyrir að hún væri látin, þá var fólk, allt niður í táninga, að grýta lík hennar sem dregið var um götur Kabul og niður að á, áður en kveikt var í henni. „Átján einstaklingum var sleppt. Dómstóllinn hefði átt að refsa þeim og það hefði verið lexía fyrir alla þá sem myndu fremja slíkan glæp í okkar landi.“ Farkhúnda hafði lent í rifrildi við klerk nærri forsetahöllinni í Kabúl. Í rifrildinu var hún sökuð um að hafa brennt kóraninn, en hópur vegfarenda heyrði það og réðst á hana með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsókn leiddi í ljós ekkert sem sannaði að hún hefði brennt kóraninn. Bæði trúarleiðtogar og embættismenn hafa samkvæmt AP sagt að hefði hún í raun skemmt kóraninn, hefði aðför múgsins verið réttlætanleg.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira