Fjórir Afganar dæmdir til dauða fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2015 10:15 Morð Farkhúndu leiddi til mikilla mótmæla í Afganistan. Vísir/EPA Fjórir afganskir karlmenn hafa verið dæmdir til dauða fyrir að hafa fyrr á árinu, tekið þátt í múgæsingu í mosku einni í Kabúl þar sem hin 28 ára gamla Farkhúnda var barin til dauða eftir að hafa verið ásökuð, ranglega, um að hafa brennt Kóraninn. Málið vakti mikla athygli og varpaði ljósi á slæma meðferð á konum í landinu. Þá voru mótmæli haldin víða í Afganistan gegn slæmri meðferð á konum þar í landi. Dómstóllinn var aðeins fjóra daga að komast að niðurstöðu um mennina fjóra, sem taldir eru hafa orsakað múgæsinginn. Átta aðrir voru dæmdir í sextán ára fangelsi og átján voru sýknaðir. Nítján lögreglumenn voru einnig ákærðir, sakaðir um að hafa látið undir höfuð leggjast að koma Fakhúndu til bjargar. Á vef BBC segir að búist sé við að dómar yfir þeim falli í næstu viku. Hinir dæmdu geta áfrýjað úrskurðinum, en bróðir Farkhúndu er ekki ánægður og segir fjölskyldu sína reiða yfir niðurstöðu dómstólsins. Hann segir dóminn hafa sýnt of mikla linkind. „Niðurstaða dómstólsins er ekki sanngjörn og við sættum okkur ekki við hana,“ segir Muhibullah við AP fréttaveituna. „Fjórir einstaklingar voru dæmdir til dauða en allir vita að meira en 40 manns tóku þátt í að brenna og berja systur mína.Sakborningar í dómssal.Vísir/EPAGrimmilegt morð Morð Farkhúndu í mars var afar grimmilegt og var myndböndum af því dreift á samfélagsmiðlum á sínum tíma. Hún var barin illa af stórum hópi fólks og keyrt var yfir hana. Þá mátti einnig sjá lögregluþjóna ýta hann fram af húsþaki. Þrátt fyrir að hún væri látin, þá var fólk, allt niður í táninga, að grýta lík hennar sem dregið var um götur Kabul og niður að á, áður en kveikt var í henni. „Átján einstaklingum var sleppt. Dómstóllinn hefði átt að refsa þeim og það hefði verið lexía fyrir alla þá sem myndu fremja slíkan glæp í okkar landi.“ Farkhúnda hafði lent í rifrildi við klerk nærri forsetahöllinni í Kabúl. Í rifrildinu var hún sökuð um að hafa brennt kóraninn, en hópur vegfarenda heyrði það og réðst á hana með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsókn leiddi í ljós ekkert sem sannaði að hún hefði brennt kóraninn. Bæði trúarleiðtogar og embættismenn hafa samkvæmt AP sagt að hefði hún í raun skemmt kóraninn, hefði aðför múgsins verið réttlætanleg. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Fjórir afganskir karlmenn hafa verið dæmdir til dauða fyrir að hafa fyrr á árinu, tekið þátt í múgæsingu í mosku einni í Kabúl þar sem hin 28 ára gamla Farkhúnda var barin til dauða eftir að hafa verið ásökuð, ranglega, um að hafa brennt Kóraninn. Málið vakti mikla athygli og varpaði ljósi á slæma meðferð á konum í landinu. Þá voru mótmæli haldin víða í Afganistan gegn slæmri meðferð á konum þar í landi. Dómstóllinn var aðeins fjóra daga að komast að niðurstöðu um mennina fjóra, sem taldir eru hafa orsakað múgæsinginn. Átta aðrir voru dæmdir í sextán ára fangelsi og átján voru sýknaðir. Nítján lögreglumenn voru einnig ákærðir, sakaðir um að hafa látið undir höfuð leggjast að koma Fakhúndu til bjargar. Á vef BBC segir að búist sé við að dómar yfir þeim falli í næstu viku. Hinir dæmdu geta áfrýjað úrskurðinum, en bróðir Farkhúndu er ekki ánægður og segir fjölskyldu sína reiða yfir niðurstöðu dómstólsins. Hann segir dóminn hafa sýnt of mikla linkind. „Niðurstaða dómstólsins er ekki sanngjörn og við sættum okkur ekki við hana,“ segir Muhibullah við AP fréttaveituna. „Fjórir einstaklingar voru dæmdir til dauða en allir vita að meira en 40 manns tóku þátt í að brenna og berja systur mína.Sakborningar í dómssal.Vísir/EPAGrimmilegt morð Morð Farkhúndu í mars var afar grimmilegt og var myndböndum af því dreift á samfélagsmiðlum á sínum tíma. Hún var barin illa af stórum hópi fólks og keyrt var yfir hana. Þá mátti einnig sjá lögregluþjóna ýta hann fram af húsþaki. Þrátt fyrir að hún væri látin, þá var fólk, allt niður í táninga, að grýta lík hennar sem dregið var um götur Kabul og niður að á, áður en kveikt var í henni. „Átján einstaklingum var sleppt. Dómstóllinn hefði átt að refsa þeim og það hefði verið lexía fyrir alla þá sem myndu fremja slíkan glæp í okkar landi.“ Farkhúnda hafði lent í rifrildi við klerk nærri forsetahöllinni í Kabúl. Í rifrildinu var hún sökuð um að hafa brennt kóraninn, en hópur vegfarenda heyrði það og réðst á hana með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsókn leiddi í ljós ekkert sem sannaði að hún hefði brennt kóraninn. Bæði trúarleiðtogar og embættismenn hafa samkvæmt AP sagt að hefði hún í raun skemmt kóraninn, hefði aðför múgsins verið réttlætanleg.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira