Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:29 Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30
Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42