Skotárás talin vera hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Árásarmennirnir flúðu á þessum svarta jeppa, en þeir féllu í skotbardaga við lögreglu. Nordicphotos/AFP Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að skotárásin í Kaliforníu á miðvikudag væri rannsökuð sem hryðjuverk. Byggja rannsakendur þá ákvörðun á miklu safni sprengja og skotvopna sem árásarmennirnir höfðu undir höndum, ferðalögum þeirra til Mið-Austurlanda og gagna sem benda til þess að annar þeirra hafi haft samband við öfgahópa í Mið-Austurlöndum. Þau Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján þegar þau réðust á heilbrigðisstarfsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu. Þau voru vopnuð rifflum og hálfsjálfvirkum skammbyssum. Er lögregla mætti á staðinn flúðu þau á svörtum jeppa. Lögregla fann bíl þeirra skömmu seinna og skaut þau til bana eftir skothríð. Síðustu 335 daga hefur 351 svokölluð fjöldaskotárás, þar sem skotið er á fleiri en einn, dunið á almennum borgurum í Bandaríkjunum. Kallað hefur verið eftir nýrri byssulöggjöf í landinu í vaxandi mæli en hvergi má finna fleiri byssur á hverja hundrað borgara en í Bandaríkjunum, 113 talsins. Í kjölfar árásarinnar hafa þingmenn og forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins hvatt almenning til þess að biðja fyrir fórnarlömbum. Meðal þeirra eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, auðjöfurinn Donald Trump og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz. Stjórnmálamenn úr röðum Demókrataflokksins hafa gagnrýnt repúblikana harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Murphy sagðist til dæmis fremur vilja láta verkin tala og breyta byssulöggjöfinni en að halda mínútuþagnir og biðja til guðs. Undir það tók fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Schiff sem sagðist hafa fengið sig fullsaddan af mínútuþögnum. „Við erum eina þróaða ríkið á plánetunni sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að halda skotvopnum frá fólki sem ætti ekki að geta nálgast þau,“ sagði Martin O’Malley einnig í gær, en hann sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Donald Trump Tengdar fréttir Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna tilkynnti í gær að skotárásin í Kaliforníu á miðvikudag væri rannsökuð sem hryðjuverk. Byggja rannsakendur þá ákvörðun á miklu safni sprengja og skotvopna sem árásarmennirnir höfðu undir höndum, ferðalögum þeirra til Mið-Austurlanda og gagna sem benda til þess að annar þeirra hafi haft samband við öfgahópa í Mið-Austurlöndum. Þau Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján þegar þau réðust á heilbrigðisstarfsmenn í borginni San Bernardino í Kaliforníu. Þau voru vopnuð rifflum og hálfsjálfvirkum skammbyssum. Er lögregla mætti á staðinn flúðu þau á svörtum jeppa. Lögregla fann bíl þeirra skömmu seinna og skaut þau til bana eftir skothríð. Síðustu 335 daga hefur 351 svokölluð fjöldaskotárás, þar sem skotið er á fleiri en einn, dunið á almennum borgurum í Bandaríkjunum. Kallað hefur verið eftir nýrri byssulöggjöf í landinu í vaxandi mæli en hvergi má finna fleiri byssur á hverja hundrað borgara en í Bandaríkjunum, 113 talsins. Í kjölfar árásarinnar hafa þingmenn og forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins hvatt almenning til þess að biðja fyrir fórnarlömbum. Meðal þeirra eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, auðjöfurinn Donald Trump og öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz. Stjórnmálamenn úr röðum Demókrataflokksins hafa gagnrýnt repúblikana harðlega. Öldungadeildarþingmaðurinn Chris Murphy sagðist til dæmis fremur vilja láta verkin tala og breyta byssulöggjöfinni en að halda mínútuþagnir og biðja til guðs. Undir það tók fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Schiff sem sagðist hafa fengið sig fullsaddan af mínútuþögnum. „Við erum eina þróaða ríkið á plánetunni sem gerir ekki nokkurn skapaðan hlut til að halda skotvopnum frá fólki sem ætti ekki að geta nálgast þau,“ sagði Martin O’Malley einnig í gær, en hann sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs.
Donald Trump Tengdar fréttir Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. 2. desember 2015 20:07