Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 20:07 Lögregla er á staðnum vísir/epa Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps
Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lögregla leitar manns Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira