Hafa útvegað uppreisnarmönnum 45 tonn af skotfærum Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2015 19:45 Úr þjálfunarbúðum sýrlenskra uppreisnarmanna. Vísir/AFP Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Bandaríkin vörpuðu í dag skotvopnum og skotfærum til uppreisnarmanna sem berjast gegn Íslamska ríkinu í norðurhluta Sýrlands. Allt í allt var rúmum 45 tonnum af birgðum varpað úr flutningavélum og Elissa Smith, talsmaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að vopnin hafi lent í réttum höndum. Ákveðið var fyrir helgi að hætta þjálfun uppreisnarmanna gegn ISIS í Sýrlandi, þar sem verkefnið virðist hafa misheppnast algerlega. Þess í stað verður fjármunum varið í að útvega uppreisnarmönnum sem þegar berjast gegn Íslamska ríkinu vopn. Þeir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafa verið skoðaðir í bak og fyrir samkvæmt Elissa Smith. Hún vildi þó ekki fara nánar út í það hvaða hópar hefðu fengið umrædd vopn, né hvar þeim hafi verið varpað úr lofti. Uppreisnarhópar sem áður hafa fengið ný vopn frá Bandaríkjunum hafa orðið skotmörk samtaka íslamista í Sýrlandi.Hér má sjá stöðu mála í Sýrlandi síðustu daga.Vísir/GraphicNewsVopnaðar sveitir Kúrda í Sýrlandi, sem kallast YPG, tilkynntu í dag að þeir ætluðu að mynda bandalag við nokkra smáa hópa sýrlenskra uppreisnarmanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið í skyn að uppreisnarhópar sem starfa með Kúrdum gætu fengið vopn og skotfæri, fyrir árás á borgina Raqqa, höfuðborg Íslamska ríkisins. Kúrdum hefur gengið vel að berjast gegn ISIS með stuðningi Bandaríkjanna og hafa þeir skapað sér stórt sjálfsstjórnarsvæði í norðausturhluta landsins.Rússar herða árásir Rússar hafa hert loftárásir sínar gegn uppreisnarhópum í norðvesturhluta landsins þar sem sýrlenski herinn hefur einnig gert árás. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa gert loftárásir gegn 53 skotmörkum sem tilheyrðu Íslamska ríkinu í Homs héraði, Hama Latakia og Idlib í dag. ISIS er þó einungis með takmarkaða viðveru í Hama héraði og enga í hinum héruðunum. Þá segjast Rússar hafa handtekið hóp manna í dag sem unnu að skipulagningu hryðjuverka í Rússlandi. Samkvæmt TASS fréttaveitunni segja yfirvöld í Moskvu að einhverjir hinna handteknu hafi farið í gegnum þjálfunarbúðir Íslamska ríkisins í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30 Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43 Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00 Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
ISIS gerir skyndisókn í norðurhluta Sýrlands Vígamenn samtakanna eru sagðir hafa fellt íranskan hershöfðingja. 9. október 2015 10:30
Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Skjöl sem láku frá Sýrlandi gefa áður óþekkta mynd af fjármálum hryðjuverkasamtakanna. 8. október 2015 14:49
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
Áhyggjufullir yfir auknum hernaðaraðgerðum Rússa Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af auknum hernaðaraðgerðum Rússa í Sýrlandi. 8. október 2015 07:43
Þúsundir mótmæla árásinni Stjórnvöld í Tyrklandi telja Íslamska ríkið hafa staðið að árás á útifund í Ankara um helgina. Kúrdar segja ábyrgðina hjá stjórnvöldum. Loftárásum haldið áfram þrátt fyrir einhliða vopnahlé af hálfu Kúrda. 12. október 2015 07:00
Hætta þjálfun sýrlenskra uppreisnarmanna Bandaríkin hafa bundið enda á misheppnað og dýrt verkefni. 9. október 2015 13:30