Þjófnaður er helsta tekjulind ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2015 14:49 ISIS hefur sett á laggirnar skóla í Sýrlandi og Írak. Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa lengi verið talin vel sett fjárhagslega. Samtökin hafa hagnast vel á sölu olíu og fornminja og á lausnargjaldi vegna gísla. Þá stæra samtökin sig af því á samfélagsmiðlum að hafa byggt upp embættismannakerfi, lögreglu og stóran þjónustugeira. Skjöl sem nýverið litu dagsins ljós gefa þó áður óþekkta mynd af fjármálum ISIS og svo virðist sem að samtökin afli mestra tekna á því að beinlínis ræna það fólk sem býr á yfirráðasvæði þeirra. Skjölin, sem sjá má hér, eru frá héraðinu Deir Ezzor. Það hérað er í austurhluta Sýrland og má þar finna mikið af olíu. Íslamska ríkið hefur stjórnað því svæði frá því í júlí í fyrra. Skjölin ná yfir einn mánuð eða frá 23. desember 2014 til 22. janúar 2015.Helstu tekjurnar af upptöku Á yfirliti yfir tekjur ISIS í héraðinu má sjá að heildartekjur héraðsins á þeim tíma voru rúmlega 8,4 milljónir dala. Sem hlutfall af heildartekjum voru sala á olíu og gasi 27,7 prósent. Tekjur af sölu rafmagns voru 3,9 prósent, skattar 23,7 prósent og svokölluð „upptaka“, e. confiscations, samsvarar heilum 44,7 prósentum af heildartekjum samtakanna. Skjölin voru gerð opinber af Aymenn al-Tamimi, sem starfar fyrir UK Middle East Forum sem hefur verið að vinna við landamæri Sýrlands. Hann segir margar ástæður fyrir því að fé og eignir fólk sé gert upptækt. Þar megi nefna að heimili íbúa sem hafa flúið eru rænd, sektir fyrir brot á lögum ISIS og eða um sé að ræða smyglaðar vörur sem hafa verið gerðar upptækar eins og áfengi og sígarettur. Í samtali við Vice News segir Tamimi til dæmis að ef eigendur fyrirtækja missa af bænum þrisvar sinnum í röð, séu fyrirtæki þeirra gerð upptæk. Þá sé líti út fyrir að vígamenn samtakanna ræni fólk við landamæri héraðsins.Stór hluti útgjalda í hernað Sé litið yfir heildarútgjöld ISIS, rúmar 5,5 milljónir dala, fara 19,8 prósent í rekstur herstöðva og 43,6 prósent í laun vígamanna. Samtals fara 63,4 prósent af útgjöldum ISIS í héraðinu í hernað. Þá fara 2,8 prósent í fjölmiðla, 10,4 prósent í lögreglu, 17,7 prósent í þjónustu og 5,7 prósent í lið sem er titlaður sem neyðarhjálp. Tamimi segir þessi skjöl gefa í skyn að tekjur samtakanna af sölu olíu séu ekki nærri því sem áður hefur verið talið. Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í fyrrasumar að samtökin högnuðust um allt að þrjár milljónir dala á dag af sölu olíu. Hagnaður af sölu fornminja er ekki innifalinn í umræddum skjölum. Mið-Austurlönd Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki hafa lengi verið talin vel sett fjárhagslega. Samtökin hafa hagnast vel á sölu olíu og fornminja og á lausnargjaldi vegna gísla. Þá stæra samtökin sig af því á samfélagsmiðlum að hafa byggt upp embættismannakerfi, lögreglu og stóran þjónustugeira. Skjöl sem nýverið litu dagsins ljós gefa þó áður óþekkta mynd af fjármálum ISIS og svo virðist sem að samtökin afli mestra tekna á því að beinlínis ræna það fólk sem býr á yfirráðasvæði þeirra. Skjölin, sem sjá má hér, eru frá héraðinu Deir Ezzor. Það hérað er í austurhluta Sýrland og má þar finna mikið af olíu. Íslamska ríkið hefur stjórnað því svæði frá því í júlí í fyrra. Skjölin ná yfir einn mánuð eða frá 23. desember 2014 til 22. janúar 2015.Helstu tekjurnar af upptöku Á yfirliti yfir tekjur ISIS í héraðinu má sjá að heildartekjur héraðsins á þeim tíma voru rúmlega 8,4 milljónir dala. Sem hlutfall af heildartekjum voru sala á olíu og gasi 27,7 prósent. Tekjur af sölu rafmagns voru 3,9 prósent, skattar 23,7 prósent og svokölluð „upptaka“, e. confiscations, samsvarar heilum 44,7 prósentum af heildartekjum samtakanna. Skjölin voru gerð opinber af Aymenn al-Tamimi, sem starfar fyrir UK Middle East Forum sem hefur verið að vinna við landamæri Sýrlands. Hann segir margar ástæður fyrir því að fé og eignir fólk sé gert upptækt. Þar megi nefna að heimili íbúa sem hafa flúið eru rænd, sektir fyrir brot á lögum ISIS og eða um sé að ræða smyglaðar vörur sem hafa verið gerðar upptækar eins og áfengi og sígarettur. Í samtali við Vice News segir Tamimi til dæmis að ef eigendur fyrirtækja missa af bænum þrisvar sinnum í röð, séu fyrirtæki þeirra gerð upptæk. Þá sé líti út fyrir að vígamenn samtakanna ræni fólk við landamæri héraðsins.Stór hluti útgjalda í hernað Sé litið yfir heildarútgjöld ISIS, rúmar 5,5 milljónir dala, fara 19,8 prósent í rekstur herstöðva og 43,6 prósent í laun vígamanna. Samtals fara 63,4 prósent af útgjöldum ISIS í héraðinu í hernað. Þá fara 2,8 prósent í fjölmiðla, 10,4 prósent í lögreglu, 17,7 prósent í þjónustu og 5,7 prósent í lið sem er titlaður sem neyðarhjálp. Tamimi segir þessi skjöl gefa í skyn að tekjur samtakanna af sölu olíu séu ekki nærri því sem áður hefur verið talið. Fjölmiðlar ytra sögðu frá því í fyrrasumar að samtökin högnuðust um allt að þrjár milljónir dala á dag af sölu olíu. Hagnaður af sölu fornminja er ekki innifalinn í umræddum skjölum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Sjá meira