Þúsundir mótmæla árásinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2015 07:00 Þúsundir manna komu saman í Ankara í gær til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásinni á laugardag. Nordicphotos/AFP Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira