Þúsundir mótmæla árásinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2015 07:00 Þúsundir manna komu saman í Ankara í gær til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásinni á laugardag. Nordicphotos/AFP Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira