Erlent

Rússar halda loftárásum sínum áfram í Sýrlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Dmitri Medvedev forsætisráðherra og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Dmitri Medvedev forsætisráðherra og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP
Rússneski flugherinn hélt loftárásum sínum í Sýrlandi áfram í morgun. Reuters greinir frá því að árásirnar hafi meðal annars beinst að uppreisnarmönnum í bænum Jisr al-Shughour í norðvesturhluta Sýrlands.

Fram kemur á sjónvarpsstöðinni Al Mayadeen að árásirnar hafi beinst að hópi sem gengur undir nafninu Jaish al-Fatah sem tengist Nusra-hreyfingunni sem aftur tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda.

Nusra-hreyfingin samanstendur að stærstum hluta af uppreisnarhópum sem berjast bæði gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og ISIS.

Að sögn Reuters voru gerðar að minnsta kosti þrjátíu árásir í morgun.

Rússnesk yfirvöld hafa hafnað ásökunum um að orrustuvélar Rússa hafi ráðist gegn hófsömum uppreisnarhópum sem berjast gegn Assad-stjórninni, sem og að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum.


Tengdar fréttir

Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi

Rússar styðja Assad Sýrlandsforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Loftárásir Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu hafa staðið yfir í rúmt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×