Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. október 2015 09:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með utanríkisráðherra sínum, Sergei Lavrov, og aðstoðarmanni, Júrí Úsjakov. Fréttablaðið/EPA Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira