Rússar hefja loftárásir í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. október 2015 09:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti á fundi með utanríkisráðherra sínum, Sergei Lavrov, og aðstoðarmanni, Júrí Úsjakov. Fréttablaðið/EPA Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Rússneski herinn hóf loftárásir í Sýrlandi í gær, skammt frá borgunum Homs og Hama, fáum klukkustundum eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta og með hraði, heimild til þess. Sergei B. Ivanov, formaður rússneska herráðsins, sagði þinginu að loftárásirnar ættu að styðja stjórnarher Bashars al Assads Sýrlandsforseta í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Fréttaflutningur frá staðnum bendir þó til þess að fyrst og fremst hafi andspyrnuhópar við Assad, forseta Sýrlands, orðið fyrir árásunum. Ekki stæði til að rússneskir hermenn yrðu sendir í hernað á landi, heldur takmörkuðust aðgerðirnar við loftárásir. Bandaríkjaher hefur, með stuðningi fleiri ríkja, stundað loftárásir á liðsmenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak í rúmt ár. Bandaríkjaher hélt því fram í sumar að árásirnar hefðu kostað um 15 þúsund liðsmenn vígasveitanna lífið. Á hinn bóginn fullyrða óháðir fréttamenn, sem halda úti vefsíðunni Airwars.com, að árásirnar hafi kostað hundruð almennra borgara lífið. Tölur yfir látna almenna borgara eru á bilinu frá 584 upp í 1.720. Sýrlensk mannréttindasamtök, sem nefnast The Syrian Observatory for Human Rights og hafa aðsetur í London, sögðu í gær að í það minnsta 27 manns hefðu látið lífið í loftárásunum í nágrenni Homs í gær, þar af sex börn. Síðast fékk Pútín samþykki þingsins til þess að senda rússneskt herlið út fyrir landsteinana fyrir rúmlega hálfu öðru ári, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland. Þetta er í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna sem Rússland hefur forgöngu um meiriháttar hernaðaraðgerðir utan landamæra fyrrum Sovétríkja. Styrjöldin endalausaStríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í fjögur og hálft ár og kostað meira en 250 þúsund Sýrlendinga lífið. Engin endalok á átökunum eru í sjónmáli. Upphafið má rekja til fjöldamótmæla gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem hófust snemma árs 2011 þegar arabíska vorið svonefnda var í hámarki víða í arabaríkjum í norðanverðri Afríku og Mið-Austurlöndum. Mikil óánægja var í Sýrlandi með stjórn Assads, meðal annars vegna langvarandi þurrka sem höfðu þau áhrif að atvinnuleysi jókst og lífsgæði almennings versnuðu. Assad forseti sagði mótmælendur ganga erinda hryðjuverkamanna og sendi her og lögreglu á vettvang til að berja mótmælin niður. Fljótlega tóku að brjótast út átök og voru þau fljót að stigmagnast. Stjórnarherinn hefur stundað loftárásir á byggðir í landinu linnulítið í meira en fjögur ár. Stjórnarandstæðingar náðu fljótlega stórum hluta landsins á sitt vald en hryðjuverkasamtök stukku einnig til og hafa sömuleiðis náð stórum hluta landsins á sitt vald. Meira en 11 milljónir íbúa landsins hafa hrakist af heimilum sínum vegna átakanna. Meira en fjórar milljónir þeirra hafa flúið úr landi, flestir til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanons og Jórdaníu. Nokkur hundruð þúsund flóttamanna eru komin til Evrópu.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira