Erlent

Líklegt að Syriza vinni kosningarnar í Grikklandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það getur verið erfitt að ákveða sig í kjörklefanum.
Það getur verið erfitt að ákveða sig í kjörklefanum. Vísir/Getty
Útgönguspá í Grikklandi gefur til kynna að vinstriflokkurinn Syriza muni sigra þingkosningar í Grikklandi, sem fram fara í dag, án þess þó að ná hreinum meirihluta.

Fyrsta útgönguspáin gefur til kynna að Syriza hljóti um 30-34% atkvæða en að helsti keppinauturinn, hægriflokkurinn Nýtt lýðræði, muni hljóta 28,5-32,5% atkvæða. Samkvæmt spánni munu átta flokkar ná kjöri á gríska þingið en flokkur þeirra sem gengu úr Syriza-flokknum vegna óánægju með stefnu Alexis Tsipras leiðtoga flokksins og fyrrum forsætisráðherra, muni ekki komast yfir atkvæðaþröskuldinn sem þarf til þess að ná manni inn á þing.

Euclid Tsakalotos, fyrrum fjármálaráðherra og meðlimur í Syriza-flokknum var bjartsýnn og ánægður með útgönguspánna. „Það lítur út fyrir að við munum sigra. Ég get ekki lofað því að við munum vera í ríkisstjórn næstu fjögur árin en ég get sagt að það er mjög ólíklegt að hér verði haldnar aðrar kosningar á næstu 12 mánuðum,“ sagði Tsakalotos.

Er þetta í þriðja sinn sem Grikkir hafa gengið til kosninga á árinu en Siryza-flokkurinn komst til valda í þingkosningum í janúar. Í júní kusu Grikkir í þjóðaratkvæðagreiðslu um um samkomulag við lánardrottna sína en Alexis Tsipras boðaði til þeirra kosningarinnar sem nú stendur yfir eftir að hafa setið í stóli forsætisráðherra í aðeins sjö mánuði eftir að hafa misst stuðning hluta flokksmanna sinna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×