Erlent

Tsipras útilokar samstarf með Nýju lýðræði

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras og Vangelis Meimarakis í sjúnvarpssal í gær.
Alexis Tsipras og Vangelis Meimarakis í sjúnvarpssal í gær. Vísir/EPA
Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands og formaður vinstriflokksins Syriza, hefur útilokað að mynduð verði ríkisstjórn Syriza og Nýs lýðræðis, helsta keppinautar Syriza, að loknum þingkosningunum sem fram fara á sunnudag.

Tsipras og Vangelis Meimarakis, formaður Nýs lýðræðis, áttust við í kappræðum í gær og sagði Tsipras að slík þjóðstjórn yrði „ónáttúruleg“.

Meimarakis sagði hins vegar að Grikkir vildu stöðugleika sem einungis samsteypustjórn stærstu flokkanna gæti skilað. Tsipras útilokaði slíkt vegna grundvallarágreinings sem skilur flokkanna að.

Í frétt BBC kemur fram að skoðanakannanir bendi til þess að hvorugur flokkurinn sé líklegur til að tryggja sér hreinan meirihluta.

Tsipras sagði nýlega af sér embætti forsætisráðherra og boðaði forseti landsins til þingkosninga nokkru síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×