Erlent

Sprengingar í bandarískri herstöð í Japan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Unnið er að því að slökkva eldinn
Unnið er að því að slökkva eldinn
Fjöldi sprenginga hefur átt sér stað í bandarískri herstöð í Sagami í Japan. Slökkviliðsmenn berjast nú við eld sem logar í birgðageymslu þar sem sprengiefni virðast geymd. Ekki er talið að nokkur hafi slasast enn sem komið er.

„Það virðist enginn vera slasaður og slökkviliðsmenn eru að vinna í því að forða því að eldurinn breiði úr sér,“ segir Bill Urban talsmaður Pentagon í samtali við RT. Meira en tíu slökkviliðsbílar eru á staðnum en enn sem komið er hefur ekki verið gripið til þess að rýma nærliggjandi svæði.

Herstöðin er um tvöhundruð hektarar að flatarmáli en frá henni eru um fjörutíu ferkílómetrar til höfuðborgarinnar Tókýó. Stefnt er að því að bandaríski herinn yfirgefi hana á næstu árum.

Þetta er þriðja spengingin á skömmum tíma sem verður í Austur-Asíu. Í síðustu viku urðu sprengingar í kínversku borginni Tianjin en þar létust minnst 121. Í gær varð síðan sprenging í borginni Shangdong.

Myndband af hamagangnum frá íbúa skammt frá má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×