Erlent

Kanínur og kjúklingar mæla eiturgufur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarmikil hola myndaðist þar sem sprengingarnar urðu í vörugeymslu á hafnarsvæðinu í Tianjin.
Gríðarmikil hola myndaðist þar sem sprengingarnar urðu í vörugeymslu á hafnarsvæðinu í Tianjin. Vísir/epa
Kínversk yfirvöld hafa komið fyrir búrum með kanínum, dúfum og kjúklingum í nálægð við staðinn þar sem gífurleg sprenging átti sér stað í Tianjin-borg þann 12. ágúst sl. Markmiðið er að slá á ótta um að eiturgufur liggi í loftinu.

Borgaryfirvöld í Tianjin hafa þráfaldlega haldið því fram að eiturefni sem finna megi í borginni í kjölfar sprengingarinnar séu ekki í það miklu magni að íbúum borgarinnar stafi hætta af. Dýrin voru á staðnum í tvo tíma og lifðu af.

Íbúar hafa miklar áhyggjur af langtímaáhrifum af þeim eiturefnum sem leistust úr læðingi í sprengingunni. Yfirvöld hafa staðfest að meira en 700 tonn af natríumblásýrusalti hafi verið geymt í vöruhúsinu sem sprakk í loft upp.

Ríkisfjölmiðlar í Kína birtu í gær myndir af þúsundum dauðra fiska sem skolað hafði upp á árbakka í sex kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengingin átti sér stað. Borgaryfirvöld hafa hinsvegar gefið það út að engin tengsl sé á milli dauða fiskanna og sprengingarinnar, fiskarnir hafi drepist vegna súrefnisskorts, ekki vegna mengunar vegna sprengingarinnar.


Tengdar fréttir

Þúsundir íbúa hafa misst heimili sín

Eldar loga enn á hafnarsvæðinu í Tianjin, þar sem gríðarlegar sprengingar urðu meira en 100 manns að bana í síðustu viku. Íbúar efndu til mótmæla og krefjast skaðabóta. Natríumblásýrusalt hefur fundist í afrennslisvatni í borginni.

Umhverfistjón gæti orðið langvarandi

Sprengingarnar í Tianjin urðu í vöruhúsi, þar sem hættuleg efni voru geymd. Eiturgufur hafa greinst í andrúmsloftinu. Að minnsta kosti 50 manns létu lífið og tugir til viðbótar eru í lífshættu. Flytja þurfti meira en 700 manns á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×