Erlent

Færeyingar hindra komu liðsmanna Sea Shepherd

Atli Ísleifsson skrifar
Alex Cornelissen, skipstjóri á Bob Barker, skipi Sea Shepherd.
Alex Cornelissen, skipstjóri á Bob Barker, skipi Sea Shepherd. Vísir/AFP
Samtökin Sea Shepherd hafa kært ákvörðun lögreglunnar í Færeyjunnar að neita liðsmönnum Sea Shepherd á skipinu Bob Barker landgöngu í eyjunum í gær.

Talsmaður samtakanna greindi frá þessu í dag. Í frétt Kringvarpsins segir að 21 maður hafi verið um borð í Bob Barker, þar af ellefu ríkisborgarar frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins.

Að sögn talsmanns færseysku lögreglunnar var ákvörðunin tekin með það í hyggju að viðhalda allsherjarreglu í eyjunum.

Liðsmenn Sea Shepherd mættu til Færeyja til að mótmæla dráp á grindhvölum, en skipinu hafði þá verið siglt frá Bremerhaven í Þýskalandi.

Færeyska ríkisstjórnin segir að um átta hundruð grindhvalir séu drepnir í eyjunum á ári, en að stofninn telji um 750 þúsund hvali.

Fimm liðsmenn samtakanna voru dæmdir til sektargreiðslu í byrjun mánaðarins fyrir að hafa truflað hvalveiðarnar fyrr í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×