Erlent

Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga

Atli Ísleifsson skrifar
Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar.
Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar.
Samtökin Sea Shepherd birtu fyrr í dag nýtt myndband sem sýnir Færeyinga veiða og drepa grindhvali á Straumey í gær.

Á myndbandinu má sjá blóð úr hvölunum lita sjóinn rauðan eftir að um tvö hundruð hvölum hafði verið slátrað.

Samtökin benda á að iðjan sé bönnuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins, þar á meðal Danmörku, en að Danir láti hana óátalda í Færeyjum.

Liðsmenn samtakanna hafa um árabil fordæmt grindadráp Færeyinga og voru tveir handteknir í gær þegar verið var að lokka hvalina upp í fjöru.

Færeyingar telja margir veiðiaðferðina grindadráp vera mikilvægan hluta af menningu þjóðarinnar, en dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt veiðarnar og segja þór grimmar og óþarfar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.