Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 14:00 Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra. vísir/valli „Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
„Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00