Erlent

Sprengjumaðurinn sagður hluti af hópi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Yfirvöld í Tælandi gruna að maðurinn sem kom fyrir sprengju við vinsælan ferðamannastað í Bankok hafi ekki verið einn að verki. Æðsti yfirmaður lögreglunnar þar í landi segir líklegast að vitorðsmenn sprengjumannsins séu Tælendingar.

Erawan-helgidómurinn í Bankok í Taílandi var opnaður almenningi aftur í nótt, tæpum tveimur sólarhringum eftir mannskæða árás við líkneskið. Á annan tug munka fóru með bænir áður en hofið var formlega opnað að nýju. Fjölmenni var við opnunarathöfnina, en öryggisgæsla í algjöru lágmarki, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Tuttugu og einn lést í sprengjutilræðinu en lögregla leitar nú mannsins sem grunaður er um að hafa komið sprengjunni fyrir. Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands segir árásina vera þá verstu í sögu landsins.


Tengdar fréttir

Önnur sprengjuárás í Bangkok

Yfirvöld hafa birt mynd af manni sem sagður er hafa framið árásina í gær, þar sem tuttugu létu lífið.

Árásin sú versta í sögunni

Forsætisráðherra Taílands segir sprengjuárásina í höfuðborginni í gær þá verstu í sögu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×