Erlent

Önnur sprengjuárás í Bangkok

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessi maður er grunaður um að hafa staðið að sprengingunni í Bangkok í gær.
Þessi maður er grunaður um að hafa staðið að sprengingunni í Bangkok í gær. Vísir/AFP
Smárri sprengju var kasta í skurð nærri lestarstöð í Bangkok í morgun. Sprengjan sprakk þar en engan sakaði. Í gær létust minnst tuttugu manns í sprengingu við vinsælan ferðamannastað í borginni. Fjölmargir særðust. Yfirvöld hafa nú birt myndir af manni sem lagði niður bakpoka sem talið er að sprengjan hafi verið í.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni telur lögreglan að sprengjunni sem sprakk í morgun hafi verið kastað í skurðinn af brú. Sprengjan lenti ofan í vatnsfylltum skurði þar sem hún sprakk. Sprengingin þeytti vatni hátt í loftið og lestarfarþegar hlupu í skjól.

Á vef BBC segir að gjaldmiðill Tælands, baht, hafi hrunið í verði og hafi ekki verið lægri í sex ár. Árásirnar gætu mögulega haft slæm áhrif á ferðaþjónustu í landinu.

Hér má sjá myndband sem var tekið þegar sprengjan sprakk í gær

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×